Fyrir rúmum mánuði fór ég að prófa nýja tannhvíttunarstrimla á markaðnum sem heita Mr. Blanc. Þeir hafa notið mikillar vinsælda út um heim allan og eru nýlega komnir til Íslands, en þeir eru seldir hjá versluninni Alena.is

111_1024x1024
Fyrsta skammtinn af Mr. Blanc fékk ég sem sýnishorn. Ég hef endurnýjað vöruna sjálf síðan.

Ég finn mikinn mun á tönnunum mínum eftir að hafa notað Mr. Blanc, en til að byrja með eru þeir notaðir í tveggja vikna kúrum og svo er tekin tveggja vikna pása inn á milli til þess að hvíla tennurnar. Þar sem að ég drekk mikið kaffi og te er það farið að sjást og því finnst mér nauðsynlegt að nota eitthvert form af tannhvíttun til þess að rétta þróunina við.

Fyrir og eftir myndu af heimasíðu Mr. Blanc
Fyrir og eftir myndu af heimasíðu Mr. Blanc

Mr. Blanc strimlarnir eru sérstaklega góðir að því leytinu til að þeir erta ekki tannholdið eða eyða glerungnum. Ég finn oftast mikið fyrir tannkuli og aumu tannholdi við að nota hvíttunarstrimla en ég er alveg laus við það af þeim, svo að ég er mjög hrifin.

Nýlega endurnýjaði ég strimlana og mun að öllum líkindum halda áfram að gera það í framtíðinni, þar sem að mér finnst þetta virka rosalega vel. Brosið verður strax bjartara og fallegra.

Strimlarnir eru seldir hér

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is