Nýlega kynntist ég kremi sem mig hefur langað að prófa síðan það kom fyrst á markað í haust, en það er úr Top Secrets línu Yves Saint Laurent og ber nafnið Instant Moisture Glow. 

Kremið á myndinni fékk sem sýnishorn
Kremið á myndinni fékk sem sýnishorn

Kremið er hægt að nota á þrjá vegu, en bæði fullkomnar það yfirborð húðar áður en farði er borinn á húðina og hægt er að bera það á eftir að farði hefur verið borinn á hvenær sem er yfir daginn til að fullkomna áferð hennar. Þriðja leiðin er svo að nota kremið eitt og sér, en að veitir rakagjöf í allt að 72 klst, sem er æðislegt fyrir íslenskar aðstæður. Mér fannst einnig rosalegur kostur að það skyldi vera mild lykt af kreminu, en það hentar þeim sem eru með ofnæmi.

skink-610x0-c-default

Kremið er háþróað og les húð hvers og eins, svo að það hentar öllum húðgerðum. Það dregur í sig umframfitu af feitri húð og veitir þurri húð aukna rakabombu, og allt þar inn á milli. Innihaldsefni kremsins eru meðal annars Neo-Skin púðuragnir sem aðlagast hita og raka ásamt því að mýkja húðina, Hydractive formúla sem verndar og veitir henni góðan raka ásamt og Backlight formúla gefur fallegan ljóma.

Ég hef notað kremið á hverjum degi undir farða eftir að ég fékk það ásamt því að hafa borið það á kúnna. Bæði sem fagmanneskja og sem einstaklingur verð ég að segja að þessi vara er ómissandi í snyrtibudduna eða förðunarkittið.

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is