Top Secrets línan frá Yves Saint Laurent hefur farið sigurför um heiminn, og sjálf er ég ekkert lítið hrifin af vörunum í henni!

Skrúbbinn fékk ég sem sýnishorn
Skrúbbinn fékk ég sem sýnishorn

Þar sem að ég elska allt sem tengist skrúbbum, möskum og góðum kremum varð ég mjög spennt að prófa svokallaðan ensímskrúbb frá merkinu, Top Secrets Natural Action Exfoliator. Þar sem að skrúbbar með kornum geta stundum verið dálítið harðneskjulegir fyrir húðina, hafa ensímskrúbbar notið sífellt meiri vinsælda.

Ensímskrúbburinn er ótrúlega mjúkur áferðar og alveg laus við að valda húðinni einhvern skaða, en hann inniheldur mildar olíur og sykrur. Einnig inniheldur hann mikið af vítamínum og nauðsynlegum efnum fyrir húðina. Lyktin er ótrúlega góð og alls ekki sterk. Fyrst er hann þykkur viðkomu en þegar hann er borinn á húðina og nuddað inn í hana, umbreytist hann í þunna olíu og síðan mjólk sem fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi.

ysl3

Hann er borinn á hreina, þurra húð og síðan hreinsaður af með volgu vatni. Eftir notkun skilur hann húðina eftir ótrúlega hreina, bjarta og ljómandi. Hún verður silkimjúk viðkomu og áferðin jafnast út.

Eftir að hafa notað þennan skrúbb í nokkur skipti er ég gjörsamlega ástfangin af honum og mun að öllum líkindum verða áskrifandi að honum þegar þessi er búinn.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is