Hvernig blanda ég augnskuggann?


Spurningin sem ég fæ oftast hvað varðar förðun er hvernig hægt sé að blanda augnskugga? Ég er með nokkur góð ráð, en besta ráðið er án efa að æfa sig nógu mikið.

Annars myndi ég ráðleggja þeim sem vilja læra að blanda augnskugga eftirfarandi:

  • Fjárfesta í góðum förðunarburstum (nokkrar tillögur eru í albúminu fyrir neðan)
  • Nota góðan augnskuggagrunn eins og t.d. Paint Pot frá MAC. Hann kemur í veg fyrir að liturinn hrynji niður af augnlokinu
  • Einfaldast er að dreifa úr litnum með því að færa burstann annað hvort fram og aftur eftir glóbuslínunni (rúðuþurrkuhreyfing) eða í litla hringi

Charlotte Tilbury er snillingur í öllu sem við kemur faginu að mínu mati, þar á meðal í því að gera gullfallegar augnfarðanir.

Hér fyrir neðan er myndband eftir Charlotte þar sem að hún kennir okkur að gera svokallað „Dolce Vita“ útlit, en ef takið sérstaklega eftir á mínútum 2:10 og 4:52, þar sem að hún fer yfir hvernig hún blandar augnskuggann.

Munum svo að æfingin skapar meistarann!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is