Hvað er „baking“?

Að baka, eða „baking“ hefur sífellt notið meiri vinsælda á eftir hinu margumtalaða „countoring.“ Eftir að þessi aðferð fór að færast í aukana hjá förðunarfræðingum og áhugafólki bæði hérlendis og erlendis, hef ég fengið margar spurningar hvað hana varðar.

En hvað er „baking“? 

Það að „baka“ á sem sagt að gefa hyljara undir augunum (og öðrum svæðum sem þú ákveður að hafa ljósari) fallegri áferð, varna svæðunum frá því að mynda línur og gera það að verkum að hyljarinn og farðinn helst betur á.

Aðferðin var fyrst fundin upp og varð vinsæl í dragförðunum og hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem vinsæl leið meðal stjarnanna, t.d. Kim Kardashian.

Persónulega er ég ekkert gífurlega hrifin af því að baka þar sem að mér finnst of þykku lagi af vörum vera notað. Það getur samt stundum verið fallegt í sérstöku ljósi.

Hvernig er það gert?

Þetta eru nokkur skref sem innihalda augnkrem, talsvert mikið af hyljara og mikið af lausu púðri. Ég set hérna inn myndband með förðunarmeistaranum Wayne Goss, sem útskýrir aðferðina.

Ég mæli eindregið með að þið notið ekki þessa aðferð í mikilli dagsbirtu, enda var hún fyrst og fremst hugsuð fyrir sviðsljós og rauða dregilinn. Gleðilegan bakstur!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is