Næstu dagar verða ekki þeir hlýjustu hér á landi, en spáð er upp í 10-14° frosti! Það er því um að gera að vera vel klæddur- og hugsa vel um varirnar.

Varirnar mínar er það fyrsta sem fer í svona kulda. Ég fæ mikinn varaþurrk og þarf að passa upp á að ganga alltaf með varasalva á mér til að þorna ekki alveg upp.

Til eru margar útgáfur af varasölvum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér eru þær gerðir sem eru í uppáhaldi hjá mér:

Elizabeth Arden 8 Hour Lip Protectant 

0055044_8_hour_lip_protectant_single_tin_298

Línuna frá Elizabeth Arden ættu margir að kannast við, en þessi varasalvi nærir, verndar og mýkir upp varirnar. Mjög drjúgur og það þarf ekki mikið af honum.

Clinique Superbalm Lip Treatment 

clq_63YY_402x464

Frábær varasalvi í handhægri túbu sem endist vel og auðvelt er að bera á sig. Mýkir upp og verndar varirnar. Lyktarlaus svo að hann hentar mjög vel þeim sem eru með viðkvæma húð.

Bobbi Brown Lip Balm SPF 15

download (2)

Þessi hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, en Bobbi Brown merkið á stóran hlut í mér sem förðunarfræðingi. Þessi er ótrúlega mildur, þykkur og mýkir upp þurrustu varir og sprungur. Góður dags daglega og undir varaliti.

Biotherm Aquasource Moisturizing Lip Balm 

ELLE-0409-BGP-18-resized

Þessi lína frá Biotherm er æðisleg fyrir allar þær sem berjast við mjög þurra húð og varir. Vörurnar í línunni gefa frábæran raka ásamt því að næra og vernda.

MAC Lip Conditioner

download (1)

Þessi hefur verið fastagestur í förðunarkittinu hjá mér síðan ég byrjaði í bransanum. Inniheldur mjög góðan raka og svo er dásamleg, mild lykt af honum.

Blue Lagoon Rich Nourishing Lip Balm 

911423

Þessi ofnæmisprófaði, parabenfríi varasalvi frá Bláa Lóninu er frábær til þess að mýkja upp þurrar varir og húðina í kring, ásamt því að gefa langvarandi raka yfir daginn. Hann hjálpar einnig til við að viðhalda kollagen framleiðslu húðarinnar og varna fínum línum.

 

Ef þið eruð svo að leita að varasalva í ódýrari kantinum, eru þeir bestu sem hef prófað þar Blistex DCT varasalvinn, og svo virkar hefðbundið brjóstakrem sem rosalega góð varanæring yfir nótt.

*Vörur í þessari færslu eru ekki kostaðar

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is