Stundum langar mig að verða eins og Beyoncé þegar ég verð stór. Hún er að minnsta kosti ofboðslega falleg, heillandi og bráðgáfuð með ótrúlega hæfileika og viðskiptavit. En svo er hún líka með rosalega fallega húð og alltaf mjög vel förðuð. 
beyonce-makeup-john-barnett-760x428

Aðal makeup artistinn hennar, Sir John Barnett, ljóstraði upp nokkrum húðleyndarmálum frá henni í viðtali við The Cut hjá New York Magazine, en samkvæmt honum fer Beyoncé frekar óhefðbundnar leiðir í húðumhirðu.

Hún drekkur mikið af grænkáli 

Í djúsformi, auðvitað. Barnett segir að grænkál sé mjög auðugt af K vítamíni ásamt því að hjálpa til við endurnýjun húðarinnar. Ef við byrjum húðumhirðuna innan frá verður allt svo miklu auðveldara.

Hún notar augnkrem á allt andlitið 

Þar sem að það eru smærri agnir í því sem leyfa því að fara dýpra inn í húðina og gefa meiri virkni, segir Barnett. Passið þó hvaða augnkrem þið notið þar sem að það getur líka endað á því að stífla húðina og valda bólum þar sem að virknin gæti verið OF mikil. Veljið frekar mjög rakagefandi augnkrem með lítilli virkni.

17-beyonce-sir-john.w1200.h630
Mynd: Beyonce.com

Hún notar andlitskrem á allan líkamann 

Líkt og með augnkremið, þá er þessi aðferð sennilega dálítið dýrari en að nota bara venjulegt líkamskrem. En Barnett segir að þetta hjálpi til við að varna öldrunareinkennum annars staðar á húðinni, svo sem á höndum, bringu og fótleggjum.

Þið getið lesið allt viðtalið við Sir John Barnett hér.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is