Góður hármaski er gullsígildi, sagði ég einhverntíman. Eftir raunirnar sem hárið á mér hefur gengið í gegnum hvað varðar litun undanfarin ár, hef ég vanið mig á að nota djúpnæringu í hárið mitt að minnsta kosti á tveggja vikna fresti (og helst vikulega) til þess að halda því mjúku og heilbrigðu.

DSC_0163 copy
Hair butter maskann fékk ég sendan sem sýnishorn

Eftir að hafa prófað Hairburst vítamínin sem ég skrifaði um síðustu helgi varð ég mjög forvitin um hvort hinar vörurnar og nýjungarnar frá Hairburst væru jafn góðar. Ég prófaði meðal annars Hár butter, sem á að skila hárinu silkimjúku og glansandi. Það er helst hugsað fyrir efnameðhöndlað hár/þurrt en virkar á allar hárgerðir.

Head_Butter_Product_1024x1024

Hár butter-ið virkar öðruvísi en margar djúpnæringar á markaðnum í dag, en það er svokölluð „rescue treatment“  fyrir hárið. Það gerir við hárið, byggir upp og styrkir ásamt því að mýkja það allt upp. Það inniheldur meðal annars B5 vítamín og hveitiprótein. Því er nudda’ í allt hárið, ekki bara endana. Þú setur það í hreint og blautt hár, nuddar í hársvörðinn og endana í nokkrar mínútur. Svo læturðu það bíða í 10-20 mínútur í hárinu og hreinsar svo úr.

Ég er búin að nota þetta þrisvar sinnum síðan ég fékk það og finn ótrúlegan mun á mýkt og heilbrigði eftir hvert skipti. Svo er lyktin líka æðisleg en samt mild. Það kom mér að óvart að hársvörðurinn verður alls ekki feitur eftir notkun, heldur er eins og það komist frekar jafnvægi á fituframleiðsluna.

Hairburst vörurnar fást hér og hér!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is