Vegna þess að við erum komnar í jólaskap og viljum þakka ykkur lesendum fyrir frábærar viðtökur undanfarna viku, ætlum við að keyra í gang gjafaleik í samstarfi við snyrtivörurisann Estée Lauder.

Í pakkanum eru gjafir af ekki verri endanum, og í raun allt sem þarf fyrir fallega jólaförðun og góða húð.

Untitled-4

Gjafapakkinn inniheldur: 

Little Black Liner – Æðislegur tvöfaldur eyeliner með breiðum og mjóum enda

Sumptuous Infinite maskari – Maskari með gúmmíbursta sem lengir, þykkir og aðskilur augnhárin

Little Black Primer – Maskaragrunnur sem hægt er að nota á þrjá vegu

EE Créme – Góður, léttur og rakagefandi farði sem jafnar húðáferð og húðtón ásamt því að gefa húðinni fallegan ljóma

Pure Color naglalakk í Pure Red – Fullkomið jólanaglalakk sem helst ótrúlega vel á

Double Wear Stay In Place augnskuggagrunnur – Lætur augnskuggann haldast á í gegnum allt

Double Wear Stay In Place augnblýantur í litnum Gold – Frábær jólalegur augnblýantur

 

 

Untitled-5

Einnig fylgja veglegar lúxusprufur:

Revitalizing Supreme dagkrem

Revitalizing Supreme augnkrem

Take It Away andlitshreinsir

Pure Color varalitur litnum Vanilla Truffle

Kynning í Sigurboganum

Það er vert að benda á að það verður Estée Lauder kynning í Sigurboganum (Laugavegi 80). Flottur kaupauki fylgir með keyptum farða. Estée Lauder sérfræðingur verður á staðnum báða dagana og aðstoðar ykkur við að finna vörur sem henta ykkur. Hún verður einnig með sérstaka myndavél sem hjálpar til við litaval á farða fyrir hverja og eina. Enginn má láta það fram hjá sér fara!

Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt í leiknum:

  • Líka við Pigment.is á Facebook
  • Deila gjafamyndinni á Facebook OG skrifa komment undir hana
  • Fylgja okkur á Instagram @pigmenticeland
  • Fylgja Estée Lauder á Íslandi á Instagram @estee_lauder_iceland

Vinningshafi: Rósa Margrét Húnadóttir 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is