Ég er ótrúlega hrifin förðunartrendunum í vetur þar sem að dimmir og áberandi litir fara saman við ljómandi og fallega húð.

Eins og alltaf dreymir mig um að eignast nokkrar vörur sem ná þessum lúkkum fram.

Blár eyeliner

Þetta var áberandi á tískupöllunum í vor og haust. Þú getur útfært útlitið á marga vegu, annaðhvort sett eyelinerinn við efri augnhár, neðri augnhár, bæði eða jafnvel bara í vatnslínu.

Kenzo FW15
Kenzo FW15

Vara sem nær fram lúkkinu – Yves Saint Laurent Couture Kajal Eye Pencil í Bleu Cobalt

Couture Kajal Eye Pencil frá Yves Saint Laurent í Bleu Cobalt
Yves Saint Laurent Couture Kajal Eye Pencil – Bleu Cobalt

Dimmgrænn, sanseraður augnskuggi

Annað trend sem var mjög áberandi hjá hönnuðum eins og John Galliano og Diane Von Furstenberg. Það er hægt að gera endalaust með dimmgrænum augnskugga, til dæmis gera fallega smokey förðun, blanda öðrum litum saman við og þess háttar. Bæði væri t.d. hægt að mixa bláum og gylltum inn í eins og sést hér á myndinni.

John Galliano SS15
John Galliano SS15

Vara sem nær fram lúkkinu – Estée Lauder Pure Color Envy í Emerald Envy

Estée Lauder Pure Color Envy - Emerald Envy
Estée Lauder Pure Color Envy – Emerald Envy

Plómulitaður varalitur

Gullfallegt trend sem er í raun alltaf í tísku. Settu á þig mattan, plómulitaðan varalit fyrir sterkt útlit, þurrkaður örlítið af honum fyrir mildara útlit eða settu á þig mjúkan varalit með mikilli næringu. Þú ræður!

Dolce&Gabbana SS15 - Eftir Pat McGrath
Dolce&Gabbana SS15 – Eftir Pat McGrath

Vara sem nær fram lúkkinu – Bobbi Brown Luxe Lip Color í Plum Brandy

Bobbi Brown Luxe Lip Color - Plum Brandy
Bobbi Brown Luxe Lip Color – Plum Brandy

 

 

*Hvorki færslan né vörurnar eru kostaðar

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is