Um daginn fékk ég að prófa nokkrar nýjungar frá merkjunum Clinique og Estée Lauder, sem eru bæði í miklu uppáhaldi hjá mér þegar það kemur að förðun og húðumhirðu. Ég ákvað að fá vinkonu mína, hana Ásdísi Rún til að leyfa mér að farða sig með vörunum og prófa þær.

IMG_1161

 

Húðin

Beyond Perfecting farði
Beyond Perfecting farði

Ég byrjaði á því að setja gott rakakrem á Ásdísi, Strobe kremið frá MAC. Þetta krem nota ég oft í förðunum og er það bæði vítamínbomba fyrir húðina ásamt því að gefa henni fallegan ljóma. Því næst bar ég Beyond Perfecting farða frá Clinique á alla húðina með bursta, sem er ótrúlega náttúrulegur og fallegur en hylur vel. Því næst fór ég undir augun og á vandamálasvæði með Clinique Airbrush hyljaranum, en hann hylur vel það sem þarf án þess að vera of þykkur. Eftir það dustaði ég létt glæru púði yfir húðina til að festa farðann og skyggði kinnbein og kjálkalínu með Bronze Goddess sólarpúðrinu frá Estée Lauder, ásamt því að setja náttúrulegan kinnalit frá Bobbi Brown á miðjar kinnarnar og Shimmer Brick Highlighter á kinnbeinin.

Augu og augabrúnir

Double Wear Browlift Duo frá Estée Lauder
Double Wear Browlift Duo frá Estée Lauder

Fyrst fyllti ég upp í augabrúnirnar með Double Wear Brow Lift Duo blýantinum frá Estée Lauder og greiddi úr þeim. Þetta er án efa besti augnbrúnablýantur sem ég hef prófað hingað til, en hann er í formi skrúfblýantar og mótar brúnirnar fullkomlega. Svo lýsir hann líka upp svæðið í kringum brúnirnar með ljósari endanum. Ég byrjaði á því að nota Magic Smokey Powder Shadow Stick í Burnt Black frá Estée Lauder við efri og neðri línu augnháranna, og dreifði múklega úr línunni og dró hana örlítið út með litlum „smudge“ bursta. Þessir blýantar eru byltingakenndir upp á það að gera að þeir eru í formi blýanta en virka eins og mjög þéttir augnskuggar þegar þeir koma á augnlokið. Þá setti ég millibrúngráan lit frá Bobbi Brown í glóbuslínuna á auganu og mattan, ljósan lit fyrir neðan augabrúnirnar. Þá setti ég annan Magic Smokey blýant í litnum Cool Ash á mitt augnlokið og dreifði úr honum með bursta, en hann er grár með ótrúlega fallegri glimmeráferð. Svo fór ég aftur yfir línuna við augnhárin með fyrsta blýantinum til að skerpa hana. Ég endaði svo með einni umferð af Estée Lauder Little Black Primer augnháraprimer tveimur umferðum af Clinique Power Lash maskara. 

Varir

Cherry Pop
Color Pop í litnum Cherry Pop frá Clinique

Clinique var að gefa út nýja Color Pop varaliti, og ég setti einn slíkan á Ásdísi í litnum Berry Pop. Hann er dökkvínrauður og ótrúlega fallegur vetrarlitur. Þessir varalitir eru mjög rakagefandi og henta því ótrúlega vel í vetrarkuldanum.

IMG_1162

 

*Vörur sem greinahöfundur fékk sem sýnishorn: Airbrush Concealer/Little Black Primer/Magic Smokey Powder Shadow Stick/Double Wear Browlift Duo/Color Pop Lipstick. Aðrar upptaldar vörur keypti greinahöfundur sjálf. 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is