Flestar þær snyrtivörur sem sameina tvær eða fleiri gerðir í eina vöru, finnst mér oftast mjög áhugaverðar. Þar eru nýju Magic Smokey augnskuggablýantarnir frá Estée Lauder komnir ofarlega á lista hjá mér, en þeir eru ótrúlega fjölhæfir og þægilegir í notkun. Bókstaflega hver sem er gæti notað þá og fengið frábæra útkomu.

attachment
Blýantana fyrir neðan fékk ég sem sýnishorn

Blýantarnir eru í púðurkenndir og gera smokey augnförðun (eða hvaða augnförðun sem þú vilt) mun auðveldari en áður. Það sem ég elska við þá er að þeir eru ótrúlega þéttir og skilja eftir gullfallega áferð, án nokkurrar fyrirhafnar. Það sem mér finnst best er að það er líka mjög auðvelt að dreifa úr þeim með augnskuggabursta eftir að maður setur þá á augun.

Magic Smokey Powder Shadow Stick - Burnt Black
Magic Smokey Powder Shadow Stick – Burnt Black

Ég notaði þá einmitt í förðun sem ég gerði hér á síðunni um daginn, en þá notaði ég litina Burnt Black og Cool Ash, en sá svarti virkar ótrúlega vel í smokey farðanir. Grái blýanturinn er hinsvegar rosalega flottur í innri augnkróka og í miðjuna á augnlokinu, en hann er fallega sanseraður.

Magic Smokey Powder Shadow Stick - Cool Ash
Magic Smokey Powder Shadow Stick – Cool Ash
Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is