Það er svo margt gaman við hátíðarnar, þar á meðal hversu mikið af nýjum snyrtivörum líta dagsins ljós í verslunum. Rauðleitir, jólalegir varalitir eru oftast áberandi á þessum tíma en nýverið gaf snyrtivörumerkið Clinique út nýja varaliti sem bera nafnið Color Pop.

Clinique-Pop-Lip-Colour-Primer1

Varalitirnir eru sérstakir á þann hátt að þeir eru innihalda líka primer, þannig að þeir eru einstaklega mjúkir og haldast vel á. Varalitirnir eru frekar glansandi í áferð, sem að mér finnst æðislegt þar sem að ég get mjög sjaldan verið með matta varaliti án þess að líða óþægilega.

Passion Pop og Berry Pop - Varalitina fékk ég sem sýnishorn
Passion Pop og Berry Pop – Varalitina fékk ég sem sýnishorn

Þeir næra varirnar og halda þeim mjúkum og mætti í raun segja að þeir virkuðu líka eins og varasalvi á meðan þeir eru á vörunum.

Ég fékk prófaði tvo liti af Color Pop, annars vegar Berry Pop og hinsvegar Passion Pop. Þeir eru báðir hátíðarlegir, annar er dimmrauður og hinn er ekta jólarauður. Báðir virka við margar gerðir af förðunum og þar sem að þeir eru svona léttir er ekkert mál að nota þá líka daglega. Ég notaði einmitt Berry Pop litinn í förðun hér á síðunni.

Passion Pop
Passion Pop

Eins og aðrar vörur frá Clinique eru varalitirnir 100% ofnæmisprófaðir og lyktarlausir, sem er mjög góður kostur fyrir þær sem eru viðkvæmar.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is