Mér finnst oftast best að nota létta farða og hyljara þar sem að mér finnst það oft ekki koma vel út við daglega notkun að hafa of þykkt lag yfir húðinni. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi BB krema þar sem að þau eru sannkallaðir „multitaskers“ og eru ótrúlega létt. Síðan ég prófaði BB kremið og hyljarann frá Yves Saint Laurent hef ég varla notað annað og er orðin háð þessum vörum.

Top Secrets All-In-One BB Cream Skintone Corrector

s1543750-main-hero-300

BB kremið frá YSL er sérhannað til þess að jafna út húðlit, gefa raka yfir allan daginn og hylja misfellur. Það kemur í þremur litum og gerir húðina unglegri og fallegri. Kremið inniheldur C vítamín sem hjálpar til við að jafna út litabreytingar í húðinni, ásamt öðrum innihaldsefnum sem hjálpa til við að mýkja hana upp.

Það er hægt að nota BB kremið annað hvort í stað farða eða undir farða. Ég mæli eindregið með því undir farða ef viðkomandi leitar eftir því að fá þéttari áferð þar sem að það veitir ótrúlega góðan grunn. BB kremið kemur í tveimur litum, en ég nota litinn Medium sem hentar mjög breiðum hóp. Þessu verð ég áskrifandi af!

Touche Éclat – Radiant Touch 

s1411628-main-hero-300

Touche Éclat hyljarann ættu margar að kannast við, en hann hefur ekki yfirgefið sumar snyrtibuddur landsins í mörg ár. Hann birtir yfir húðinni og gefur henni ótrúlegan ljóma á meðan hann eyðir út þreytumerkjum. Það er stundum sagt að hann sé eins og átta stunda svefn í töfrasprota! Ég get alveg staðfest það, en ég er búin að vera að nota nýja litinn af honum, 2.5 Luminous Vanilla síðan ég fékk hann og er ástfangin.

p218431-av-01-hero300

Hægt er að nota hyljarann á marga staði á andlitlinu til að hylja og birta upp. Ég nota hann aðallega undir augu, augabrúnir og stundum í kringum varir. Vara sem allir ættu að eignast!

Vörurnar fékk ég sem sýnishorn
Vörurnar fékk ég sem sýnishorn

Á morgnana byrja ég á því að hreinsa húðina og setja á mig serum, rakakrem, augnkrem og því næst Instant Moisture Glow frá YSL. Þar á eftir ber ég BB kremið á mig með fingrum eða bursta og set svo hyljarann á vandamálasvæði og til að birta upp augnsvæðið. Eftir það fer ég mína „venjulegu“ förðunarrútínu sem er nokkuð einföld fyrir daglega notkun, en grunnurinn með þessum vörum gerir bara allt svo fullkomið!

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is