Augabrúnir eru mér mjög hugleiknar en þær ramma inn andlitið og geta bæði gert förðun flottari og verri eftir hvernig þær eru mótaðar og hvernig er fyllt upp í þær. Hér er ég með nokkur ráð varðandi augabrúnir sem hafa gagnast mér og mínum viðskiptavinum í gegnum tíðina.

Hvar eiga þær að byrja/enda? 

Mynd: waxing-lasvegast.com
Mynd: waxing-lasvegast.com

Góð þumalputtaregla er að taka augnblýant/plokkara og bera upp við ytri hluta nasavængsins. Þegar blýanturinn snýr beint upp, veistu hvar þú átt að láta augabrúnina byrja. Snúðu honum og settu yfir mitt augað, þar færðu út hvar hæsti hluti brúnarinnar á að vera. Taktu því næst blýantinn og tylltu við ytri enda augans en þá sérðu hvar augabrúnin endar. Gott er að merkja staðina ef þú ert byrjandi.

Litun/plokkun

Fyrsta reglan er: Ekki taka of mikið. Byrjaðu frekar á því að plokka minna en meira af augabrúninni. Plokkaðu hárin í þá átt sem þau vaxa, ekki á móti. Til að byrja með getur verið mjög gott að leita til snyrtifræðings fyrir litun og halda því svo sjálf við inn á milli heima við, ef þú treystir þér til. Passaðu bara að vanda valið á stofu fara til manneskju sem þú treystir.

Fylling/mótun

15-of-the-boldest-eyebrow-transformations-of-2014-2-1060-1419263484-6_big

Byrjaðu á því að greiða í gegnum augabrúnirnar með augabrúnagreiðu eða jafnvel gamalli, hreinni maskaragreiðu. Það skiptir ekki öllu hvort það er. Það sem skiptir máli er að þú fáir góða mynd af því hvar þú átt að fylla upp í augabrúnirnar.

Taktu því næst skáskorinn augnskuggabursta með náttúrulegum augnskugga sem passar við þitt litarhaft, eða augnbrúnablýant og fylltu upp í brúnirnar með léttum stokum þar sem þarf. Ekki nota hefðbundinn augnblýant og ekki teikna upp brúnirnar.

Burstaðu aftur í gegnum brúnirnar til að jafna út litinn, eins og þú gerðir í fyrsta skrefinu.

Hægt er að taka „highlighter“ sem fylgir með mörgum blýöntum og setja í kringum brúnirnar/fyrir neðan til að fá aukna lyftingu.

Ef þú vilt, geturðu notað litað eða glært augabrúnagel til þess að festa þær í stað og lita hárin enn frekar.

Mynd: charlottetilbury.com
Mynd: charlottetilbury.com

Munum svo að minna er meira og æfingin skapar meistarann. Hér fyrir neðan eru nokkrar tillögur af vörum sem hægt er að nota í verkið.

 

*Færslan er ekki kostuð 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is