Undanfarin hár hafa hárolíur tröllriðið öllu og ég á fáar vinkonur sem eiga ekki að minnsta kosti eina tegund af olíu í skápnum. Olíur gera hárið mýkra, hjálpa til að losa úr flækjum og svo er líka svo góð lykt af þeim!

Hér eru nokkar sem ég hef prófað og get mælt með:

SP Luxe Oil

10647131-7634294064080797Lyktin af þessari er svo góð að hún er ávanabindandi! Hún inniheldur keratín sem heldur hárinu sterku og heilbrigðu, ásamt því að viðhalda ljósum lit betur. Fæst meðal annars á hárstofunum Sprey og Crinis

Moroccanoil Oil Treatment

moroccanoil-oil-treatmentMoroccanoil vörurnar eru æðislegar út af fyrir sig og ekki skemmir lyktin, en þessi hárolía er eitthvað sem allir ættu að prófa við tækifæri. Gefur hárinu raka og mýkir það upp. Fæst meðal annars á hárstofunni Yfir Höfuð 

Label.M Age Defying Radiance Oil

10726507-1360768245-235626Þessi æðislega olía frá Label.M endurnærir, byggir upp og gefur þurru hári nýtt líf. „Must have“ fyrir þær sem eru með efnameðhöndlað hár. Fæst meðal annars á hárstofunum Sprey og Sjoppunni 

L’Oréal Mythic Oil

mythic2Ef þú ert með feitt hár, þá er þetta olía sem þú ættir að nota. Hún er frekar „þurr“ svo að hún nærir hárið án þess að fita það eða þyngja. Fæst meðal annars á hárstofunni Yfir Höfuð

Hairburst De Frizz Oil 

De_Frizz_Product_1024x1024

Þessi olía kemur í lítilli flösku sem smellpassar í ræktartöskuna. Það þarf mjög lítið af henni til að mýkja upp endana á hárinu og losna við allan þurrk. Það sem ég fýla sérstaklega við þessa er hvað hún byggir hárið mikið upp og lagar þurra og slitna enda. Hún er nánast lyktarlaus svo hún er fullkomin fyrir þá sem eru með ofnæmi! Fæst á heimasíðu Hairburst og verslun þeirra í Akralind 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is