Glowie, eða Sara Pétursdóttir er hæfileikarík söngkona sem flestir Íslendingar ættu að kannast við. Lögin sem hún hefur gert frægust hingað til eru án efa No More og Party, sem hljóma reglulega á öllum útvarpsstöðvum.

gloww
Kjóll og hálsmen úr VILA

Ég tók á dögunum viðtal við Glowie, en Helga Birna ljósmyndari myndaði hana í fötum frá VILA.

Hvenær og afhverju byrjaðiru að syngja?

Ég hef sungið allt mitt líf af því ég ólst upp í kringum mikið af tónlist.

Spilarðu á einhver hljóðfæri?

Já, ég spila örlítið á gítar og píanó.

glow3
Kápa og skyrta úr VILA

Hver voru fyrstu lögin sem þú söngst? 

Fyrstu lögin sem ég man eftir að hafa sungið voru „Ást“ með Ragnheiði Gröndal og „Furðuverk“ með Ruth Reginalds.

Hverjir eru helstu áhrifavaldar þínir í tónlist?

Pabbi og Beyoncé.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem þú syngur sjálf?

Það er lagið „One Day“.

glow4
Kjóll og hálsmen úr VILA

Verðuru einhverntíman taugaóstyrk áður en þú ferð á svið?

Já, ég verð alltaf stressuð en mismunandi mikið. Stress lætur mig vanda mig miklu meira svo að ég lít ekki á það sem slæman hlut.

Hvernig nærðu jafnvægi í tónlist og öðrum hlutum sem þú ert að gera?

Ég er með mjög góðan umboðsmann og tónlist er það eina sem ég er að vinna að þessa mánuðina svo að ég gef mér mikinn tíma í skipulag og undirbúning.

Hvaða ráðleggingar myndirðu gefa þeim sem eru að byrja í bransanum?

Ekki reyna að vera neitt annað en þið sjálf!

1glow
Kápa, bolur og hálsmen úr VILA

Ljósmyndir: Helga Birna

Fatnaður og fylgihlutir: VILA

Förðun: Gunnhildur Birna

Hár: Katrín Sif

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls