Ég keypti mér þessa æðislegu skó í Footlocker á Strikinu þegar ég var í Kaupmannahöfn, en þeir voru búnir að sitja á óskalistanum síðan þeir komu út í Júní. Liturinn og satínáferðin er gorgeous og mér finnst botninn gera mjög mikið fyrir skóna. Ég er mjög hrifin af 90’s Air Max skónum sem eru búnir að vera áberandi undanfarið og er strax komin með aðra á óskalistann!

IMG_0369
Skórnir komu aðeins út í Footlocker í Evrópu

IMG_0359

Ég kom einnig við í NAKED í Köben og keypti mér sneaker hreinsiefnið frá Jason Markk. Mér finnst algjört must að eiga viðeigandi skóhreinsi fyrir bæði strigaskó og boots svo að skórnir endist lengur og haldist fallegir.

sylvia

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Alpha girls