Síðastliðinn Laugardag var sýning á lokaverkefnum okkar sem eru að útskrifast af fatahönnunarbraut í Fjölbraut í Garðabæ. Ég fékk þrjár góðar vinkonur mínar til að sýna línuna fyrir mig og þær voru glæsilegar. Sýningin tókst alveg ótrúlega vel, við sem vorum að sýna erum mjög ánægð með daginn og þakklát þeim sem komu að horfa! Flíkurnar verða til sýnis í Gróskusal á Garðatorgi yfir helgina.

Elsku vinkona mín hún Sigríður tók myndir af viðburðinum og þær komu skemmtilega út, en sýningin var haldin í bílakjallaranum á Höfðatorgi. Hér eru nokkrar af módelunum mínum, en ég mun fjalla betur um verkefnið og birta fleiri myndir af bæði því og sýningunni á næstunni.

TÍSKUSÝNING-VOR-250 TÍSKUSÝNING-VOR-265

TÍSKUSÝNING-VOR-289

TÍSKUSÝNING-VOR-160
Hanna Sólbjört, Berglind Ómars og Rakel Matthíasdóttir

sylvia

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Alpha girls