Ef þið eruð að leita að hinum fullkomnu leðurlíkisbuxum að þá mæli ég með Must Jeggings frá Oroblu. Þrátt fyrir að buxurnar séu leggingsbuxur að þá finnst mér ég ekki vera í leggings þegar ég er í þeim. Ég vona að þið skiljið.

Þær eru svo flottar, klæðilegar, þægilegar og hlýjar. Ég nota mínar mikið við síðar peysur eða skyrtur. Ég tók mínar í stærð medium og eru þær smá víðar á mér sem mér finnst mjög flott. Mig langar strax í aðrar og taka þá í stærð small til að eiga aðrar sem eru þrengri.

Varan var fengin að gjöf

Buxurnar fékk ég í verslun Momo konur í Garðatorgi og þær kosta 6.990 krónur. Lesendur Pigment.is fá 10% afslátt af buxunum þar til 9. mars með því að nefna bloggið okkar í verslun Momo Konur á Garðatorgi.

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Alpha girls