Færslan er unnin í samstarfi við Daniel Wellington og úrið fékk ég að gjöf

Það hafa líklega margið tekið eftir úrahönnuðinum Daniel Wellington í gegnum tíðina og ég er þar engin undantekning. Ég er komin með æði fyrir fallegum úrum og elska að bæta við nýjum í safnið en fyrir mér eru þau nauðsynlegir (og nytsamlegir!) fylgihlutir við hvaða útlit sem er. Ég geng einnig ekki mikið með skart (er oftast með sama hálsmenið og eyrnalokkana) og elska því að smella á mig fallegu úri áður en ég fer út í daginn.
Á dögunum eignaðist ég úr sem mig var búið að dreyma um síðan það kom út fyrst en Classic Petite línan frá Daniel Wellington heillaði mig upp úr skónum á sínum tíma. Ég valdi mér úrið Sterling sem er með silfurkeðju og svartri skífu þar sem að mér fannst ég vanta fallegt, silfurlitað úr þar sem að þau sem ég á eru flest gyllt eða rósagyllt.

Ég gæti ekki verið ánægðari með valið og hef varla tekið það af mér síðan ég fékk það. Mig langar einnig að gleðja lesendur Pigment.is og þakka ykkur fyrir að fylgja okkur í allan þennan tíma en ykkur býðst nú að versla Daniel Wellington úrin á afslætti næstu tvo mánuðina! Með kóðanum PIGMENT15 fáið þið 15% afslátt af öllum vörum inni á heimasíðu Daniel Wellington og frí sending er um allan heim.

Fallega úrið mitt. Kjóllinn er úr Monki og skórnir úr Skór.is

Hægt er að fylgja Daniel Wellington á samfélagsmiðlum HÉR og HÉR.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls