H&M kynnir fyrir ykku hönnuð fyrir bæði karla og konur. Þetta er unisex lína sem þau kalla Demin United og er blanda af gallabuxum, jökkum, peysum og bolum. Skemmtilegt er að segja frá þvi að allur fatnaður í þessari línu er unnin úr lifrænum eða endurunni bómull.

Stelpur sérstaklega og þá meðal annars ég fara oft í herradeildirnar og skoða sig um. Ég hef keypt peysur og boli sem eru í herradeildinni svo það er ekkert nýtt.

Tíska er ekki bara einhvað eitt, tíska í dag er allt og það má allt. Það skiptir engu máli hvort þetta sé fyrir herra eða dömur og er þetta frábær lína sem H&M eru að koma með.

Demin United mun vera kynnt þann 23.mars og verður einungis hægt að versla hana á netinu á HM.COM

Við bíðum einnig öll spennt eftir því að H&M opni á Íslandi á þessu ári.

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls