Færslan er ekki kostuð. Skóna keypti ég mér sjálf.

Þar sem að ég var enda við að skrifa um árshátíðarlúkkið mitt hér á síðunni, vildi ég endilega tala meira um nýjustu viðbótina í skósafnið mitt: Fallegu Billi Bi skóna sem ég keypti mér. Ég er algjör skófíkill og elska að versla mér nýja, fallega skó.

unnamed-7

Skórnir eru úr ekta leðri og einhverjir þeir þægilegustu hælaskór sem ég hef prófað. Maður er tiltölulega fljótur að ganga þá til og þeir meiða mig ekkert, sem verður að teljast kraftaverk í mínu tilfelli. Þar sem að ég er hávaxin fer ég oftast í frekar stutta hæla og mér finnst þessir einmitt í fullkominni hæð!

Billi Bi er danskt merki sem framleiðir vandaða skó, en þó á nokkuð viðráðanlegu verði.

unnamed-8

HÉR getið þið skoðað heimasíðuna hjá Billi Bi, en skórnir fást hérlendis í GS Skór. Einnig er hægt að skoða þá og versla á netinu HÉR. 

Gunnhildurbirna

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls