Þá er loksins komið að stundinni sem við höfum beðið spenntar eftir síðan í fyrra, en það er jóladagatal okkar hér á Pigment.is! Með þessum veglegu vinningum viljum við þakka ykkur fyrir samfylgdina sem á árinu er að líða á meðan við vonumst til þess að geta glatt ykkur, nánar tiltekið 24 lesendur fyrir jól! Þó gætu það verið fleiri þar sem að á sumum dögunum eru fleiri en einn sem vinna glæsilegan pakka. Við viljum einnig þakka samstarfsaðilum okkar kærlega fyrir samstarfið og fyrir að gera þennan leik mögulegan.

JÓLADAGATAL PIGMENT.IS: 1.-12. DESEMBER

Eins og sjá má þá kemur auðvitað inn seinni hluti þann 13. desember, en vinningarnir verða sko ekki af verri endanum þá heldur! Við drögum út daglega og vinningshafar verða tilkynntir á Facebook þar sem leikurinn mun eiga sér stað og einnig hér fyrir neðan.

1. desember – Verslunin Nola gefur Prism augnskuggapallettuna frá Anastasia Beverly Hills sem er einstaklega falleg og hefur hlotið mjög góða dóma

2. desember – Davines á Íslandi gefur glæsilegan lúxuspakka sem inniheldur sjampó, næringu, mjólk, handsápu og body lotion, en allt þetta gefur einstakan raka og viðgerð ásamt því að ilma dásamlega

3. desember – Emory.is gefur 5000 kr gjafabréf í verslun

4. desember – Clinique á Íslandi gefa Pep Start pakka sem inniheldur Exfoliating hreinsi, Moisture & Protect rakakrem, augnkrem og varamaska, en þessi lína sér um að endurvekja húðina og undirbúa fyrir daginn

5. desember – Twins.is gefa Sip it and go ferðakaffibolla ásamt pakka af servíettum, en bollarnir hafa verið mjög vinsælir og eru einstaklega handhægir

6. desmber – Yves Saint Laurent á Íslandi gefa alla All Hours línuna sem inniheldur farða, hyljara, primer og svamp en línan hefur þá eiginleika að hylja ótrúlega vel og allar vörurnar haldast á húðinni svo klukkutímum skiptir

7. desember – Daria.is gefur Tan Luxe brúnkufroðu sem gefur fallegan lit

8. desember – Alpha Gym fjarþjálfun og líkamsrækt gefur einn mánuð í fjarþjálfun, sem er tilvalið til að koma sér í form fyrir eða eftir jól!

9. desember –  Kevin Murphy á Íslandi gefa Repair.Me sjampó, hárnæringu og Bedroom.Hair hársprey, en vörurnar koma hárinu í gott horf, gefa mikinn raka og spreyið gefur góða lyftingu og hald

10. desember – Snyrtistofan Cosy gefur notarlega fótsnyrtingu sem er tilvalið eftir áramót og jólatörnina

11. desember – Maria Nila á Íslandi gefur jólapakka sem inniheldur Luminous Color sjampó, hárnæringu og Bouquet handsápu, en vörurnar eru tilvaldar í jólapakkann fyrir litað hár

12. desember – Verslunin Maí gefur matcha sett til þess að laga gómsætt matcha te og aðra rétti

Vinningshafar

1. desember – Pola Bukowska

2. desember – Súsanna Sigurðardóttir

3. desember – Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir

4. desember – Ólöf Haraldsdóttir

5. desember – Erla Guðbjörg Leifsdóttir & Natalie Hamzehpour

6. desember – Stefanía Björk Blumensten Jóhannesdóttir

7. desember – Þórunn Sigurbjörg Berg

8. desember – Ásta Sóley Gísladóttir

9. desember – Ólafía Ósk Runólfsdóttir

10. desember – Elva Héðinsdóttir

11. desmber – Elva Héðinsdóttir & Edda Rós Örnólfsdóttir

12. desember – Alise Lav

Takk ALLIR fyrir þátttökuna!

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls