Staðurinn til að slappa af

Við Jenný áttum yndislegan tíma á Tenerife. Hann einkendist að mestu af því að borða ís, liggja í sólbaði og bara slappa af, en það var alveg kærkomið eftir annasamt sumar. Ég gat meira að segja séð hvað var mikil afslöppun í gangi á því hvað ég tók lítið af myndum á Tenerife miðað við myndirnar frá London. Við Jenný skiludum nefnilega síma og myndavél eftir upp á hóteli þegar við fórum á ströndina, því við höfum einmitt rekið okkur á það að við gátum ekki bara hlaupið í sjóinn þegar okkur hentaði þegar símar og myndavél voru með í för. Þess vegna skildu við öll raftæki eftir upp á hóteli og tókum bara með okkur pening til að kaupa okkur eitthvað smá að borða og drekka.

Vatnsgarðar og gleði

Við fórum líka í Siam Park sem er án efa með þeim skemmtilegri vatnsgörðum sem ég hef farið í, en við Bjarki fórum líka þangað í fyrra og var það ekkert síðra í ár. Það tók okkur Jenný allan daginn, eða frá því að garðurinn opnaði og þangað til hann lokaði að ná að fara í allar rennibrautirnar, þannig hér skiptir öllu að byrja daginn snemma!

Búðarrölt

En hvað er afslöppun án þess að kíkja smá í búðir, við kíktum í Siam Mall sem er reyndar við hliðina á Siam Park og var í rauninni bara 5 mínútna keyrsla með leigubíl frá hótelinu okkar. Þar var að finna allar þessar helstu verslanir. Við ákváðum þó líka að leigja bílaleigubíl einn daginn og skella okkur í Santa Cruz sem er höfuðborgin á Tenerife. Þar er Sephora en Jenný fannst vera algjört ,,must“ að fara þangað! Magga vinkona var líka á Tenerife á sama tíma og við og kíkti hún og dóttir hennar með okkur til Santa Cruz. Við létum þó næga að leigja bara bíl í rúman sólahring því þessi ferð átti bara að vera afslöppun og nenntum við Jenný hreinlega ekki að fara að keyra hringinn og skoða út um allt. Það fær bara að bíða betri tíma en þegar við Bjarki vorum í tvær vikur þá vorum við mjög dugleg að keyra út um alla eyjuna og skoða en það var samt nóg eftir til að sjá.

Ég er alls ekki vön að fara á sama stað tvisvar sinnum og held að mínum Tenerife ferðum sé lokið í bili. Þá bauð Tenerife upp á allt það sem ég hef verið að leit að hverju sinni, svo hvort sem þú ert að sækjast eftir afslöppun eða einhverju öðru þá mundi ég segja að Tenerife væri staðurinn.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.

Alpha girls