Ég datt inná myndband þar sem ungur drengur var að teikna ótrúlega flottar myndir en ég komst að því að hann væri íslenskur.

Drengurinn á bakvið listaverkin

Hann heitir AST_ART08 á Instagram og er að teikna „geometric dot art“ myndir sem ég féll alveg fyrir.
Ég tók viðtal við Hafdísi sem er móðir hans Ástþórs og fékk að vita meira um þennan flotta og unga listamann.

_______________________________________________

Hver er AST_ART08?

Hann hetir Ástþór og er 9 ára Eyjapeyji. Ástþór hefur alltaf haft mikið auga fyrir smáatriðum og einstakan hæfileika til að skapa en þegar hann var yngri gat hann byggt eftir heilu borgunum í Minecraft, allt í smáatriðum en missti aldrei sjónar á hvar hann var eða hvað hann var að gera. Svo „zoomaði“ hann út á tölvunni og þá var þetta nákvæmlega eins.

Hvenær byrjaði Ástþór að teikna?

Hann er þolinmóður og hefur teiknað mikið frá því hann var pínulítill. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á því að teikna og skrifa en þegar hann var í kringum fjögurra ára aldurinn og áður en hann lærði að lesa var hann „prentari“ eins og hann orðaði það; hann skrifaði upp eftir innihaldslýsingum á vítamínum eða auglýsingum i blöðum.

Hann er líka svo gott dæmi um að listrænir hæfileikar eru mikilvægir en ekki endilega allt. Hann gerði sér grein fyrir því svo ungur að maður fæðist ekki góður heldur þarf maður að æfa sig og hann hefur verið að því frá því hann var lítill. Þolinmæði, þrautseigja og það að æfa sig hefur allt um það að segja hvað maður nær langt og hversu klár maður getur orðið. Einn veturinn langaði honum til dæmis að læra um fána heimsins og hann þekkti þá alla utanbókar eftir nokkrar vikur.


Hann er lika rosalega tónelskur og lærir alla texta mjög fljótt bæði íslenska og enska. Hann hefur mikið auga fyrir stíliserningu og undanfarið ár hefur hann mikið pælt í að skreyta herbergið sitt og eyðir afmælis peningnum sínum í punt í herbergið (en áður voru það Lego kassar).
Hann er samt rosalega hógvær og finnst sjálfsagt að kenna öðrum en hann lagði til dæmis mikið á sig til að kenna frænda sínum sem hafði þó ekki þolinmæði í eina sekúndu.

Ástþór er mjög listrænn og hefur alltaf verið sönglandi, teiknandi og skreytandi umhverfið sitt.
Hann byrjaði svona að fullum krafti núna í sumar að teikna stök verk og hélt sína fyrstu myndlistarsýningu á Þjóðhátíðinni núna í ágúst. Þá voru það allt blýantsteikningar, en hann fékk penna nuna fyrir bara nokkrum vikum síðan og hefur varla stoppað að teikna síðan. Þetta er búið að gerast svolítið hratt, og verkin hans seldust nánast upp á sýningunni.

Er hægt að kaupa verk eftir hann?

Það er hægt að panta verk i gegnum Facebook like síðuna eða Instagram en við erum ennþá að læra á þetta allt saman og finna góða ramma og svona til að hafa þetta allt söluvænna. Þetta eru allt upprunalegu teikningarnar sem fólk hefur verið að fá.

Framtíðarplön

Honum langar að halda fleiri sýningar og verða frægur listamaður.

_______________________________________________

Við efumst ekki um að hann nái langt í því sem hann gerir!

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls