Alveg síðan vinkonur mínar byrjuðu að eignast börn þegar ég var í kringum tvítugt (ekkert sein hérna megin neitt) þá hefur mig langað að finna eitthvað sem væri ekki beint til á Íslandi eða eitthvað sem allir ættu í sængurgjafir, „babyshower“ gjafir, afmælisgjafir handa krílum og skírnargjafir. Mér finnst maður einhvernveginn alltaf enda á því að kaupa það sama þó að með tilkomu búða eins og Petit.is og fleiri hafi úrvalið sannarlega aukist, bæði í barnavörum og klæðnaði.

Ég rakst á síðu um daginn sem heitir My 1st Years en þar má finna allskonar skemmtilegar gjafir handa krílum og foreldrum, hvert sem tilefnið er. Mér finnst æði hvað vörurnar eru oftast stílhreinar og krúttlegar og að hægt sé að gera þær margar persónulegar með áletrun eða einhverju slíku. Svo er líka hægt að fá mæðra- og feðradagsgjafir á síðunni.

Hér fyrir neðan eru nokkrar vörur sem eru strax komnar á minn innkaupalista fyrir komandi barnatengda viðburði hjá mínum vinkonum (og hjá sjálfri mér þegar að því kemur). Ef ykkur líst á eitthvað af eftirtöldum vörum smellið þá á myndirnar fyrir neðan.

Færslan inniheldur sponsaða linka.


Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls
Deila
Fyrri greinHÚÐIN Í SUMAR
Næsta greinHOLLUSTUKÖKUR