„Hver er Alexandra?“ Gætuð þið verið að hugsa en ég heiti Alexandra Ivalu og er nýr pistlahöfundur hér á pigment.is. Til þess að svara þessari spurningu betur ætla að byrja á að kynna mig aðeins.

Ég er 17 ára stelpa úr Mosfellsbænum og stunda nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Ég vinn hjá Íslandspósti og hef unnið þar í 4 ár í mörgum mismunandi deildum. Ásamt þessu er ég að glíma við áfallastreituröskun og brjósklos eftir árekstur sem ég lenti í í september 2016. Ég mun koma til með að fjalla eitthvað um það í framtíðinni þar sem þetta er mjög stór partur af lífi mínu.

Ég hef brennandi áhuga á snyrtivörum og húðumhirðu og má búast við þó nokkrum færslum á því sviði. Ég er hins vegar ekki lærð en það er draumurinn að verða förðunarfræðingur.

Festival förðun eftir mig.

Ég er búin að vera í sambandi í meira en ár og hefur sá tími liðið ólýsanlega hratt því okkur skötuhjúum leiðist aldrei!

Mjög lýsandi mynd af okkur.

Við fjölskyldan eigum hund sem heitir Fengur og er af tegundinni Tíbet Spaniel. Fengur er mikill orkubolti og það hefur aldrei verið eins skemmtilegt að koma heim, því hann tekur alltaf vel á móti manni.

Litli hjartaknúsarinn hann Fengur.

Það eru algjör forréttindi að vera hluti af svona glæsilegum hópi bloggara og ég er mjög spennt fyrir komandi tímum hér á pigment.is.

Þið getið fundið mig á samfélagsmiðlum:

snapchat: alexandraivalu9
instagram: alexandraivalu

Alexandra Ivalu

Alexandra er 18 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu og Snapchat undir alexandraivalu9.

Alpha girls