Það sem ég elska að gera þessar færslur!

Mér finnst svo gaman að taka myndir á Instagram, bæði fyrir sjálfa mig og aðra. Ég spái oftast frekar mikið í hverri mynd sem ég set inn ásamt því að velja hverja og eina vel. Að vísu ætlaði ég ekki að koma með aðra svona færslu fyrr en í næstu viku, en það er bara einfaldlega búið að vera ótrúlega mikið í gangi undanfarið. Við hjónaleysurnar skruppum í IKEA og gáfum heimilinu smá andlitslyftingu, sem ég skrifa nánar um síðar, ásamt því að Secret Solstice er búið að vera í gangi. Ég er að sjálfsögðu búin að láta sjá mig á öllum helstu viðburðunum að mínu mati og það sem stóð upp úr hingað til voru klárlega Radiohead og XXX Rottweiler (ég er rosalegt 90’s kid í mér).

Endilega fylgið mér á Instagram undir @gunny_birna til að fá allar nýjustu myndirnar beint í æð! Svo erum við líka með Instagram fyrir bloggið undir @pigmenticeland.

image

image image image image image image

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls