Já! Núna gleðjast múmínbollaaðdáendur en framleiðandinn Arabia gaf frá sér tilkynningu í dag um væntanlegan bolla sem verður framleiddur í takmörkuðu magni út árið 2017.

Samstarf á milli Arabia og listasafnsins í Tampere gerir bollann frábrugðinn öðrum en bollinn er myndskreyttur af upprunalegum vatnslitamyndum frá Tove, höfundi múmínævintýranna. Bollinn er væntanlegur í framleiðslu um miðjan maí.

Mér finnst þessi bolli mjög fallegur og aldrei að vita nema hann verði minn í sumar. En eins og lesendur okkar vita að þá er ég mikill aðdáandi múmínbollanna og sýndi safnið mitt á síðasta ári, nánar HÉR.

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Alpha girls