Núna árið 2017 fagnar Finnland 100 ára sjálfstæði sínu. Finnska hönnunarfyrirtækið Iittala ákvað heldur betur að halda upp á fögnuðinn með því að gefa út sérstakan lit í hátíðarútgáfu sem verður í takmörkuðu upplagi.

Liturinn nefnist Ultramarine og er eins og þið sjáið alveg ótrúlega fallegur blár.

Ultramarine – Kasthelmi kertastjaki
Ultramarine Alvar Aalto vasi
Ultramarine Alvar Aalto vasi
Ultramarine Kasthelmi diskur
Ultramarine Maribowl
Ultramarine Kivi kertastjaki

Eins og ég hef áður nefnt að þá er ég forfallinn aðdáandi Iittala. Ég elska þegar það koma nýjir litir frá fyrirtækinu og græt enn þá liti sem ég missti af. Ég ætla að fá mér Kivi kertastjaka í litnum því ég er að safna þeim eða þá í Mariskál.

Ég er allavega ótrúlega skotin í þessum lit, hvernig lýst ykkur á hann?

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Alpha girls