Færslan er unnin í samstarfi við Twins.is – Vöruna fékk ég að gjöf 

Mig er lengi búið að langa að segja ykkur frá einni af nýjustu viðbótunum í eldhúsið mitt. Á dögunum fékk ég að gjöf gullfallega náttúrusteinsbakka frá vefversluninni Twins.is, en þeir hafa vægast sagt verið mikið notaðir.

image

Bakkarnir eru úr svörtum, ekta náttúrusteini svo að þeir líta glæsilega út undir pönnukökur, vöfflur, sushi, osta og allskonar smárétti – ég hef notað þá í þetta allt saman! Svo hef ég líka dundað mér að setja fallegt konfekt á þá þegar það koma gestir í heimsókn. Myndirnar í færslunni tók ég á fallegum laugardagsmorgni þegar ég eldaði pönnukökur handa okkur skötuhjúunum.

Þar að auki fékk ég fallega glasabakka úr sömu línu (einnig náttúrusteinn) og falleg papparör. Þessir hlutir eru búnir að vera mikið í notkun og mér finnst ótrúlega gaman að geta boðið upp á fallega glasabakka og rör í matarboðum.

image

Ég mæli með því að kíkja á heimasíðuna hjá Twins.is og úrvalið sem þau hafa upp á að bjóða – einnig selja þau gullfallega marmarabakka og kerti svo að fátt eitt sé nefnt, en ég skrifaði um það tvennt HÉR. Vörurnar finnst mér einnig fullkomnar í til dæmis innflutningsgjafir.

Einnig mæli ég með að hugsa vel um náttúrusteininn, en við þrif er best að bera matarolíu á hann og þurrka yfir með þurrum klút.

Facebook síðu Twins.is má finna HÉR og Instagram síðu þeirra má finna HÉR.

gunnhildurbirna-1

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls