Færslan er unnin í samstarfi við A4 

Þetta er án efa eitt af skemmtilegri verkefnum sem ég hef tekið þátt í. Um daginn var haft samband við mig og ég spurð hvort ég hefði áhuga á því að taka þátt í jólaáskorun. A4 hannyrðir og föndur (sjá hér), skoraði sem sagt á nokkra bloggara að koma og skoða úrvalið í verslunum þeirra og velja sér eitthvað til þess að föndra úr. Áskorunin var einnig í samstarfi við Skreytum hús (sjá hér).Við máttum velja hvað sem er, hvort sem um var að ræða garn, málningu eða eitthvað annað. Einu takmarkanir sem voru settar á áskorunina voru að föndrið þyrfti að vera jólalegt. Vera Rúnars hér á Pigment tók einnig þátt í áskoruninni og mun hún birta sitt meistaraverk von bráðar.

15086235_10210435842785708_1896533811_n

FERLIÐ

Ég ákvað nánast samstundis að föndra aðventukrans, en það var í bígerð að skipta um hann þessi jól þar sem að ég var með sama kransinn síðustu þrjú jól. Smá stress gerði vart við sig en ég vissi EKKERT um núverandi föndurhæfileika mína þar sem að ég föndraði síðast í tíunda bekk. Mér fannst samt þesss virði að slá til og gefa þá bara einhverri óheppinni vinkonu kransinn ef hann yrði ljótur.

Ég lagði strax leið mína í móðurskip sköpunarinnblástursins; Pinterest. Þar vistaði ég nokkrar myndir og komst að þeirri niðurstöðu að mig langaði pínulítið að gera óhefðbundinn krans með vínglösum á hvolfi eftir að ég sá tvær þannig myndir.

Næst lá leiðin í A4 í Smáralind þar sem tekið var vel á móti mér og ég fékk frábæra aðstoð. Ég vissi í raun ekkert þannig að hverju ég ætti að leita, en skrifaði „bakki og kúlur“ samviskusamlega á listann minn. Ég fann svo þennan fína trébakka og frauðkúlur ásamt silfurlitaðri spreymálningu. Einnig valdi ég postulínshreindýr sem mér fannst fallegt (í mjög sassy stellingu) og glimmer í plastdollu sem auðvelt var að hrista úr. Ég klikkaði að vísu á því að taka myndir af herlegheitunum sem „fyrir“ mynd, þið verðið að fyrirgefa mér það. Efnið kostaði um 6.500 krónur í A4 en svo bætti ég við fleiri kúlum, kertum og greinum ásamt greni og seríu. Heildarkostnaður var því um 10.000 krónur. Glösin átti ég fyrir.

Ég er með þolinmæði á við þriggja ára barn og ákvað því að hefjast strax handa við málningarvinnuna. Ég spreyjaði kúlurnar, hreindýrin og bakkann og dreifði svo glimmeri yfir allt nema bakkann meðan það var enn blautt. Eins og þið sjáið á myndunum gekk ferlið nokkuð áfallalaust fyrir sig.

image

imageimage

image

Því næst leyfði ég öllu að þorna yfir sólahring. Eftir það var hafist handa við að raða öllu á bakkann. Ég setti kúlurnar glösin, hvolfdi bakkanum yfir og fékk hjálp systur minnar við að snúa öllu við. Þar á eftir raðaði ég greinunum, gervigreninu og hreindýrinu á bakkann og vafði seríunni varlega utan um allt og á milli. Ég setti kennaratyggjó á glösin og festi kertin þar ofan á.

Heildarútkomuna sjáið þið hér fyrir neðan.

imageimage

image

image

Ég verð að segja að ég kom sjálfri mér að óvart og er virkilega sátt við útkomuna. Ég þakka A4 kærlega fyrir áskorunina og samstarfið. Tíu önnur frábær íslensk blogg tóku þátt í áskoruninni og ég hvet ykkur til að fylgjast með ferlinu frá byrjun til enda. Svo er auðvitað snilld að skella like á A4 hannyrðir og föndur og fá allt beint í æð.

SkreytumHus.is

Fífur og fiður

Svo margt fallegt

Frú Galin

Bjargey & co

Ynjur.is

Mas

Blúndur og blóm

Hvítir Mávar

Dætur.is

gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls