Er ekki tilvalið að enda þennan miðvikudag á skemmtilegu innliti? Innlit dagsins er í húsbát sem er staðsettur við vatn í Amsterdam. Áður fyrr voru húsbátar hannaðir meira sem notagildi báta í huga, en með tímanum hafa þeir orðið að „fljótandi heimilum,“ ef svo má segja.

Eigandi húsbátarins ólst sjálf upp á húsbát svo hún getur ekki annað en hugsað sér að búa við aðrar aðstæður. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta dásamlegt.

Húsbáturinn er mjög bjartur með skandinavískum stíl þar sem einfaldleikinn fær að njóta sín. Hvítir veggir, ljóst parket og pastelituð húsgögn sem gefa heimilinu lit. Fyrir utan fallegu pastlituðu húsgögnin að þá finnst mér sófaborðin sem eru í mismunandi lit og stærð vera lang skemmtilegast. Það kemur mjög vel út að hafa sófaborð úr kork efni.

91e835_f816d70b5846464db53eab2c08bd9fd3~mv1

AnneliesAmsterdam1

AnneliesAmsterdam2

AnneliesAmsterdam3

AnneliesAmsterdam4

AnneliesAmsterdam5

AnneliesAmsterdam6

AnneliesAmsterdam9a

AnneliesAmsterdam9b

AnneliesAmsterdam9c
Allar myndir af Pinterest.com

guðbjorglilja

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Alpha girls