Á föstudaginn síðastliðinn hélt hönnuðurinn og listakonan Hildur Yeoman sýninguna sína Transendence, sem var meðal annars í samstarfi við MAC, Davines á Íslandi og Eskimo. Sýningin, eða gjörningurinn, var ótrúlega glæsilegur og fremur óhefðbundin eins og flest úr smiðju Hildar, en ég hef lengi verið aðdáandi verkanna hennar. Fyrirsæturnar voru á sama stað í sýningarrýminu allan tímann, eða í um 40 mínútur. Framtíðarsýn í bland við rokkarastíl og andvökuþema voru allsráðandi. Förðunin var að mínu mati alveg tryllt en Fríða María Harðardóttir, ein sú fremsta í sínu fagi, sá um hana ásamt nokkrum vel völdum reynsluboltum úr MAC. Um hárið sá fagfólk frá Davines á Íslandi. 

© Saga Sig
© Saga Sig

Ég lagði nokkrar spurningar fyrir Fríðu Maríu þar sem hún sagði mér allt um förðunina, ferlið og vörurnar. Myndirnar í greininni eru ótrúlega glæsilegar og fanga stemminguna fullkomlega, en þær eru eftir ljósmyndarann Sögu Sig. 


Hver var aðal innblásturinn að lúkki kvöldsins? 

Það má segja að áhrifin hafi komið frá 8. og 10. áratugnum, stemningin svolítið rokkuð á fágaðan hátt en líka smá futuristic og draumkennd í senn.

© Saga Sig
© Saga Sig

Voru margar með þér í makeup teyminu frá MAC?
Já við vorum samtals átta förðunarfræðingar, allt reynsluboltar, sem var mikilvægt fyrir þessa sýningu þar sem lookin voru mismunandi og þeir þurftu að geta unnið nokkuð sjálfstætt út frá nokkrum einföldum fyrirmælum fyrir hverja fyrirsætu auk þess sem það er mjög þægilegt fyrir mig og þá að þeir þekki minn stíl vel, eða gerir allavega allt auðveldara.

© Saga Sig
© Saga Sig

Hvað tók langan tíma að hanna lúkkið fyrir sýninguna og hverjar voru aðal áherslurnar? 
Þetta ferli var nokkuð langt. Fyrst unnum við Hildur saman að ljósmyndunum og videoverkinu, sem voru partur af sýningunni, og í aðdraganda þess unnið við einhverja grunn hugmyndavinnu. Svo í kjölfarið þróuðust hugmyndirnar fyrir sýninguna, við gerðum tvær prufur þar sem þetta tók einhverjum breytingum en var svo endanlega ákveðið tveimur dögum fyrir sýninguna. Aðaláherslurnar voru hvítt highlight í andlitinu, sem undirstrikaði svolítið þessa futuristic áherslu, gerði þær minna mannlegar og studdi hugmyndina um þetta svefnástand, eða svona milli svefns og vöku pælingar, en þá hjálpuðu líka þungu augun í því. Þar lagði ég áherslu á að dekkja svæðið undir augunum og skyggja þau þannig að þau urðu svolítið þung án þess að ná fullri skerpu. Augun voru sem sagt hin megin áherslan og þar lékum við okkur líka með mismunandi áferðir sem kölluðust á við hinar ólíku áferðir í fatnaðinum hennar Hildar; matt, metal og gloss.

© Saga Sig
© Saga Sig

Hverjar voru vörurnar sem þú notaðir? 

Á húðina notaði ég Face and Body Foundation með Studio Finish hyljurum. Highlight-aði með hvítum kremlit í bland við Cream Colour Base í litnum Luna og skyggði húðina með varalit sem heitir Fresh Brew. Á augun notaði ég svo nokkra mismunandi kremaða, matta augnskugga í grunninn. Paintpots í litunum: Stormy Pink, Taylor Grey, Groundwork og Camel Coat, og svo stundum einn svartan, aðeins sanseraðan: Blackground. Þá voru nokkrir mattir augnskuggar sem komu þar ofan á, eins og Embark, Carbon og Print. Þá notuðum við mismunandi metallic pigment ofan á það, eins og t.d. Dark Soul og Silver (pro), White Frost (limited) og Mauvement (limited) eða metallic augnskugga eins og t.d. Coppering. Svo fengur allar svartan blýant á vatnslínuna, Technakohl í litnum Graphblack og maskaranum Zoom Lash, var blandað við glært augabrúnagel til þess að teikna augnhárin aðeins fram án þess að þau litu út fyrir að vera með maskara. Einstaka augabrúnir voru aðeins þykktar með blýanti í litnum Fling og svo notuðum við varalitinn Myth létt yfir varasalva.

© Saga Sig
© Saga Sig

Þú hefur unnið við óteljandi tískusýningar í gegnum tíðina. Er mikill munur á því að sminka fyrir gjörning eins og hjá Hildi Yeoman, eða hefðbundnari sýningar, út frá vinnulagi makeup artistans? 

Já að einhverju leyti. Ég þurfti ekki að skoða lookið út frá harðri lýsingu, eins og oft er á tískusýningapöllum, því þarna var nánast eingöngu dagsbirta í rýminu. En svo þurfti ég líka að tryggja að allt héldist nokkuð vel eins og ég vildi hafa það þar sem sýningin var löng og fyrirsæturnar voru í rýminu allan tímann en komu ekkert á bakvið til að skipta um föt, eins og almennt er. En það var líka jákvætt á þann hátt að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að eitthvað aflagaðist við fataskiptin auk þess sem ég og team-ið mitt gátum séð sjálfa sýninguna, sem við annars getum ekki á venjulegum tískusýningum.

© Saga Sig
© Saga Sig

Hverjir verða aðal straumarnir í förðun í sumar?

Á sumrin almennt eru áherslurnar í förðun yfirleitt létt og frískleg húð, bjartari litir, minni dramatík en meiri rómantík. Það á líka við í sumar, þ.e.a.s áhersla á frísklega og fallega húð, augabrúnirnar eru að mildast en t.d. blár litur á augum er áberand í formi liner eða augnskugga og þá á frekar minimalískan hátt. Hann sem aðal elementið og öðru haldið náttúrulegu og stundum svolítið rokkuð stemning, kannski með smá messí maskara. Berjarauðir varalitir virðast líka vera vinsælir, og þá líka sem aðal elementið og öðru haldið náttúrulegu. Hef líka séð bera svolítið á rokkuðum, messí maskara einum og sér eða á móti t.d. washed rauðum varalit.

Hvaða þrjá hluti ættu allar konur að eiga í snyrtibuddunni að þínu mati? 
Þetta er svo mikið smekksatriði, en persónulega þætti mér mikilvægast að eiga góðan baugafelara; Studio Finish, frísklegan kremkinnalit; Something Special og léttan maskara sem er auðvelt að þrífa af; Extended Play Lash.


© Saga Sig
© Saga Sig
© Saga Sig
© Saga Sig
© Saga Sig
© Saga Sig
© Saga Sig
© Saga Sig
© Saga Sig
© Saga Sig

Ég þakka Fríðu kærlega fyrir viðtalið. Hægt er að sjá fleiri myndir á Facebook síðum MAC bæði HÉR og HÉR. Instagram aðgang Fríðu Maríu má finna HÉR og Facebook síðu hennar HÉR.

Gunnhildurbirna-

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls