Finnska fyrirtækið Arabia hefur framleitt bolla, diska og skálar myndskreytta af upprunalegum teikningum höfundsins Tove Jansson um múmínævintýrið.

Múmínbollarnir hafa verið þekktastir og hafa þeir verið framleiddir síðan um 1990. Ár hvert gefur Arabia út nýja bolla og hætta um leið með bolla í framleiðslu. Ég er ein af þeim sem elska múmínbollana, svo við sem söfnum þeim vitum að þeir eru ekki alltaf fáanlegir og eru framleiddir í takmörkuðu magni.

Moomin-classics
Mynd: Arabia.fi

Núna hefur Arabia sent frá sér tilkynningu um hvaða bollar hætta í framleiðslu 31.12.15 og eru það tveir bollar.

Tooticky bollinn sem hefur verið framleiddur síðan 2006 og Keep Waters Clean bollinn sem var eingöngu framleiddur árið 2015 á sænskum markaði og var partur af herferð í Svíþjóð.

moomin-tooticky-back
Tooticky múmín bolli Mynd: Arabia.fi

 

f468ec696b74bf91389c23aa4cfd4db5
Keep Waters Clean mynd: Pinterest.com

En gleðifréttir fyrir okkur múmínsafnara sem lítill fugl hvíslaði að mér og ég vona að séu sannar – að þá eru væntanlegir tveir nýjir á næsta ár. Samkvæmt myndunum sem ég sá af þeim að þá voru þeir dásamlega fallegir einn í pastel litum og hinn svartur. En vegna höfundarréttar að þá verður ekki birt mynd af þeim. En ég set inn tilkynningu um að leið og framleiðandinn sendir út tilkynningu um væntanlega bolla.

 

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Alpha girls