MíNí er ný íslensk hönnun í barnaherbergið. Alexandra Tómasdóttir viðskipta- og markaðsfræðingur og Sigrún Eir Einarsdóttir nemi í grafískri hönnun eru á bakvið hönnunina.

Hönnun þeirra er einföld og stílhrein ásamt því að vera lærdómsrík fyrir börnin. MíNí veggspjöldin koma í tveimur gerðum annars vegar er myndasería um villt dýr sem finnast í íslenskri náttúru og hinsvegar íslensku bókstafirnir.

,,Við vildum hanna veggspjöld í barnaherbergin sem hefðu ekki einungis fagurfræðilegt gildi heldur líka fræðslulegt. Okkur fannst því tilvalið að láta lítið ljóð prýða veggspjöldin um útlit og hætti dýranna sem hægt væri að lesa fyrir börnin og þannig fræða þau á skemmtilegan hátt um nýja herbergisfélagann“ segir Alexandra.

kanina_klemmd

poster_a_klemmum_dyr22poster_a_klemmum_dyr23

poster_a_klemmum_dyr24

OT_klemmur

OT_klemmur2

Mér finnst þessi veggspjöld ótrúlega falleg, þá sérstaklega litirnir. Bjóða upp á mikla möguleika að innrétta í barnaherbergin. Ekki skemmir fyrir að þau eru á mjög sanngjörnu verði.

MíNí veggspjöldin eru fáanleg hér og eru þær stöllur með leik í gangi þar sem einn heppinn getur unnið veggspjald.

Myndir frá MíNí hönnun.

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Alpha girls