DESEMBER

Nú er fyrsti desember genginn í garð og jóla ljósunum fer fjölgandi í hverjum glugga. Hér á heimilinu er einn sem elskar jólin og vildi helst byrja að skreyta í byrjun nóvember. Við erum víst mjög sein í því, að hans mati. En mér finnst ég aldrei geta byrjað að skreyta fyrr en ég er búin í skólanum. Núna er lokaprófnum lokið og við tekur þriggja vikna áfangi í félagssálfræði og þá er komið jólafrí. Þá fyrst get ég hugsað mér að skreyta.

En minn maður nennti heldur betur ekki að bíða eftir foreldrunum og þegar ég kom heim í gær þá tók á móti mér jólaskraut út um allt hús. Það var auðvitað alls ekki eftir mínu höfðu, ég hefði viljað gera allt hreint og fínt fyrst – en vitið þið, það skipti bara ekki máli. Því ég veit um einn sem vaknaði ótrúlega glaður í morgun yfir öllu þessu jólaskrauti, því jólin eru sko bara eftir 23 daga!

Áður en ég kynntist Bjarka og krökkunum, þá fannst mér jólin ekki mikið tilhlökknarefni. Auðvitað naut samverustundanna sem við fjölskyldan áttum saman, maturinn og gjafirnar. En þetta var ekki eins og það var, fyrr en ég kynntist krökkunum! Eftir að ég fékk þessa þrjá grísi inn í lífið mitt, þá get ég ekki beðið eftir að jólin komi.

GJAFALEIKUR

En í tilefni af 1. desember langar mig í samstarfi við blómabúðinn Dögg að gefa tveimur heppnum lesendum skandinavískan jólakrans. Kransinn er hægt að hafa bæði innan- og utandyra.

En myndirnar í þessari færslu eru einmitt teknar í blómabúðinni og hvet ég ykkur til að kíkja þar við, búðin er full af fallegum gjafavörum, blómum og skreytingum.

Til þess að taka þátt í leiknum: 

Fylgja Blómabúðinni Dögg á Facebook
Fylgja á Instagram @joninasigrun
Skilja eftir komment hér að neðan hvenær þú byrjar að skreyta fyrir jólin

**smá breyting á leikreglum**

Þar sem það eru ekki allir á Instagram þá verður fyrsti vinningshafinn dreginn út frá þeim sem hafa fylgt blómabúðinni Dögg á Facebook og kvittað hér fyrir neðan*.

Seinni vinningshafinn verður dregin út frá þeim sem hafa followað blómabúðinni Dögg á Facebook, kvittað og followað mig á instagram.*Þeir sem followa mig á instagram eiga möguleika á að vera dregnir út 6. og 10. desember.

Fyrsti vinninghafinn er Margrét Inga Gísladóttir. 
Annar vinningshafinn er Helga Halldórsdóttir.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.

Alpha girls