Ég og kærastinn minn ætlum bráðum að flytja í fyrstu íbúðina okkar. Það vill svo til að það er einmitt útsala í Ikea. Auðvitað nýtti ég mér það og keypti helstu nauðsynjar sem þarf þegar byrja á að búa.
Það hjálpaði mér mikið að undirbúa mig með því að skoða á netinu fyrst og ákveða hvað ég ætlaði að kaupa. Innkaupin tóku mig aðeins klukkutíma því ég vissi nákvæmlega hvað vantaði.

Hér er listi yfir helstu hluti sem þú þarft að kaupa þegar þú flytur út. *Okei þú þarft kannski ekki alla þessa hluti, en ef þú vilt til dæmis geta eldað og gert annað heima hjá þér þá viltu eiga marga af þessum hlutum.

Forstofa

□ Fataslá
□ Skóhilla
□ Motta
□ Skóhorn

Eldhús

□ Hnífapör
□ Hnífaparaskúffa
□ Diskar og glös
□ Ruslafata
□ Pottar og pönnur
□ Ofnhanskar
□ Hitaplattar
□ Sleif, handþeytari, spaði
□ Viskastykki
□ Mæliskeiðar
□ Skálar
□ Dósaopnari og tappatogari
□ Flöskuopnari
□ Skurðarbretti
□ Beittur hnífur
□ Uppþvottabursti og uppþvottalögur
□ Hraðsuðuketill
□ Eldfast mót
□ Kaffipressa og/eða kaffivél
□ Ruslatunna
□ Eldhúsborð
□ Stólar
□ Eldhúsrúlla

Stofa

□ Sófi
□ Sófaborð
□ Sjónvarp
□ Sjónvarpsskápur
□ Hilla
□ Gardínur
□ Teppi og púðar
□ Veggklukka
□ Spegill

Svefnherbergi

□ Rúm
□ Fataskápur
□ Náttborð
□ Herðatré
□ Lampi
□ Skrifborð (ef pláss leyfir)
□ Skrifborðsstóll
□ Gardínur
□ Sængur og koddar
□ Kerti
□ Sjónvarp

Baðherbergi

□ Sturtuhengi
□ Tannbursti
□ Sápa
□ Sjampó og hárnæring
□ Klósettpappír
□ Klósettpappírsstandur
□ Handklæðastandur
□ Handklæði
□ Baðmotta
□ Ruslatunna
□ Klósettbursti
□ Þvottavél
□ Þurrkgrind

Ýmislegt

□ Þvottaefni
□ Ryksuga
□ Moppa
□ Vasaljós
□ Sjúkrakassi
□ Ljósaperur
□ Ruslapokar
□ Tuskur
□ Ediksblandan hennar Sólrúnar Diego
□ Verkfæri
□ Fjöltengi
□ Þvottakarfa

*Listinn er ekki tæmandi.

Endilega fylgið mér á instagram: alexandraivalu og á snapchat: alexandraivalu9.

Takk fyrir að lesa!

Alexandra Ivalu

Alexandra er 18 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu og Snapchat undir alexandraivalu9.

Alpha girls