Hver elskar ekki að koma í rúm sem er umbúið og kósý? En að búa um rúmið alla morgna, það er önnur saga. Ég mætti nú alveg vera duglegri að gera það. Núna er planið hjá mér að breyta svefnherberginu og endurnýja nokkra hluti, þar á meðal rúmteppið okkar. Ég ákvað að henda saman í einn góðan óska listi fyrir rúmteppi í svefnherbergið. Ég fór á íslenskar vefsíður og skoðaði úrvalið. Það væri gaman að eignast nýtt rúmteppi og geta haft rúmið fallegt alla daga.

  1. Semibasic rúmteppi HÉR 2. Karit rúmteppi HÉR  3. Fabrina rúmteppi HÉR 4. Mette Ditmer Senzo HÉR 5. Tusensköna rúmteppi HÉR 6. Mette Ditmer Butterfly HÉR 

  1. Semibasic rúmteppi – Það er eitthvað við rúmteppi sem eru ekki með sama litinn á hliðunum. Það kemur svo vel út þegar búið er að um rúmið. Rúmteppið kemur í þremur litum; blátt, grátt og bleikt. Mig langar mest í bleika eða gráa, er alveg að fíla í botn þennan fölbleika lit. Rúmteppið er úr 100% bómull og fyllingin í því er úr 100% pólýester.

2. Karit rúmteppi – Hér fann ég mjög fallegt rúmteppi sem er ekki eins á hliðunum. Ég er að heillast af þessum dökkgráa lit og kemur mjög vel að hafa hvít rúmföt með.Teppið er úr 100% pólýester og á mjög góðu verði. Kemur í nokkrum litum hjá IKEA.

3. Fabrina rúmteppi – Hér er annað bleikt rúmteppi (já ég er mikið fyrir fölbleikan lit inn á heimilið). Teppið er úr 100% léttum endurnýtanlegum bómul og gerir það sérstakt. Rúmteppið kemur líka í dröppuðu og á mjög góðu verði.

4. Mette Ditmer Senzo – Hér er mjög fallegt rúmteppi sem er blandað úr tveimur litum gráu og hvítu sem myndar skemmtilegt mynstur. Teppið er úr 100% bómul og er létt. Ég er alveg viss um að þetta sé mjög kósý á rúmið, mjúkt og þægilegt.

5. Tuskensköna rúmteppi – Hér er fallegt hvítt rúmteppi sem gefur svefnherberginu frískleika. Rúmteppið er úr 90% pólýester og 10% nælon. Þau koma í tveimur litum hvítu og dökkgráu það er líka mjög fallegt.

6. Mette Ditmer Butterfly – þetta vinsæla rúmteppi frá Mette Ditmer er úr bómullarblöndu og kemur í nokkrum fallegum litum. Ég er að heillast mest af þessu dökkgráa.

Þangað til næst!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Alpha girls