Fyrsta ilmolíulampann minn fékk ég í jólagjöf fyrir 2 árum síðan. Ég varð strax heilluð af honum og varð hann fljótt mitt allra uppáhalds heimilistæki. Ég fékk einnig ilmkjarnaolíuna Lavander sem ég notaði mikið og geri enn. Núna eftir þessi 2 ár langaði mig mikið í nýjan lampa. Ég er búin að vera heilluð af fallegum bleikum glerlampa núna í dágóðan tíma og núna er ég svo heppin að eiga hann hérna í stofunni minni! Ég gjörsamlega elska hann.

Ég sýndi lampann minn þegar ég setti hann saman eftir að ég fékk hann og fékk hann mikil viðbrögð inná snappinu mínu. Ég á núna um 30 ilmolíur og ilmkjarnaolíur sem ég dýrka allar og finnst ótrúlega gaman að setja góða lykt í lampann minn. Eldri lampinn fór inn til eldri molans míns og fékk hann abercrombie and fitch ilminn. Hann er truflað góður inn í svona verðandi táninga herbergi. Mæli með lampa og ilm í fermingargjöf allan daginn.

Ég fór og heimsótti Sunnu Dís hjá Ilmolíulömpum í Keflavík og það var æðislegt að koma til þeirra. Þau eru nýbúin að opna nýja verslun á Hafnargötu og mæli ég með að þið kíkið þangað. Búðin þeirra er guðdómlega falleg. Ég hefði getað verið hjá þeim allan daginn að spjalla og hafa gaman, skoða og fræðast.

Ég fékk mér þennan bleika æðilsega lampa. Mig langaði í fallegan lampa til að hafa í stofunni og þessi er fullkominn. Allir sem koma heim nefna það hvað hann sé fallegur.  Hann er líka til glær/hvítur. Ég átti mjög erfitt með að velja en endaði með þennan bleika og er ótrúlega sátt.

Ilmkjarnaolíurnar eru æðislegar og hafa allar ákveðna virkni. Ég á til dæmis Eucalyptus og er hún æði ef einhver á heimlinu er að rembast við að næla sér í kvef eða flensu.

Ég elska að panta frá þeim þegar það eru tilboð á nokkrum ilmum saman og þú veist ekki hvað þú færð fyrr en pakkinn kemur heim. Þá færðu þrjá ilmi saman. Þú getur skoðað þetta skemmtilega tilboð hér. Black er þeirra allra vinsælasta ilmolía og skil ég það vel því hún er æðisleg.

Það er oft sem maður hefur engan tíma til að þrífa, fólk á leiðinni í heimsókn, allir á heimilinu virkjaðir að taka til, ganga frá, græja og gera. Mamman á öskrinu að allir taki dótið sitt og æji þið vitið rest.

Þá er æði að henda góðri lykt í lampann og láta pínu líta út eins og maður sé með vel þrifið og fínt heimili en samt hefur enginn þrifið (ennþá). Góð redding á svona dögum.

Svo er lampinn líka fullkominn að henda í gang þegar maður er að taka til, þrífa og gera fallegt í kringum sig. Hann kemur manni í svo gott skap til að þrífa extra vel og hafa fínt.

Ég tók nokkrar myndir úr æðislegri búðinni þeirra sem ég ætla að leyfa ykkur að sjá og vonandi njótð þið jafn mikið og ég. Ég mæli með svona lampa fyrir alla. Fullkomin brúðargjöf líka.

Þórunn Eva er þekktust fyrir bókina Glútenfrítt Líf. Hún er gift, tveggja barna móðir og fagurkeri, en hún flytur einnig inn hinar vinsælu Lulu’s snyrtitöskur.

Alpha girls