Nú er komið rúmt ár síðan ég og Raggi fluttum í íbúðina okkar. Það þýðir að það eru rétt um tvö og hálft ár síðan við byrjuðum að gera íbúðina upp. Ég vildi óska að ég gæti deilt með ykkur öllu myndaalbúminu sem er tileinkað íbúðinni en þá væri þessi færsla um 20 síðna löng.

Mig samt að sýna ykkur nokkrar vel valdnar myndir af íbúðinni Fyrir & Eftir. Ég mun svo eflaust sýna ykkur fleiri seinna. Endilega gefið duglegu verkamönnunum á myndunum gott LIKE, ég átti enga mynd án þeirra.

FYRIR
EFTIR

Hugmyndin bakvið þessa færslu kom eftir að uppgötva að þessar myndir væru af sama staðnum, með rétt um árs millibili. Eldhúsið mun ávallt vera mitt uppáhalds rými í íbúðinni. Það er alveg ótrúlegt hvað nýjir gluggar, ný gólfefni, smá málning og innréttingar geta gert mikið fyrir lítið rými.

FYRIR
EFTIR

Þessar tvær myndir eru kannski ekki beint frá sama sjónarhorni, samt svona næstum því.  Daginn eftir að „fyrir“ myndin var tekin rifum við gluggana úr, enda voru allir gluggar fúnir í gegn og var skipt út fyrir plastglugga. Við þurftum líka að koma járnagrindum inn í íbúðina sem voru næstum því stærri en þessi gluggi. Við fengum alla gluggana smíðaða frá Gluggar og Garðhús en þetta eru vel hljóðeinangraðir gluggar sem algjör nauðsyn.

FYRIR
EFTIR

Borðstofan fína! Ekki láta myndirnar blekkja ykkur. Það liggur núna óhreinn diskur á borðinu hliðina á mér meðan ég er að skrifa færsluna. Þið sjáið aftur á móti gamla baðherbergið á fyrir myndinni sem var auðsjánlega fært annað.

Það er bókstaflega ekkert í íbúðinni sem er eins og það var! Jú kannski útidyra hurðin að utan sem var máluð hvít að innan. Ég get ekki lýst fyrir ykkur hvað við vorum öll buguð á tímabili og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir Ragga og pabba ásamt öllum sem hjálpuðu okkur við framkvæmdina. Þessi íbúð var hreinlega lífið okkar ALLA daga eftir vinnu, skóla og í draumum. Með mikilli vinnu og þrautseigju er hægt að gera kraftaverk, það gerist ekkert af sjálfu sér!

Hægt er að skoða fleiri myndir af íbúðini á Instagram @idunnjonasar.x.home enda íbúðin með sitt eigið Instagram en ekki hvað.

 

 

Iðunn Jónasar
Iðunn Jónasar er 28ára förðunarmeistari og mikill fagurkeri. Þið eruð líklegust til að finna Iðunni úti að hjóla, nálægt förðunarvörum eða að skoða allt koparlitað.
Alpha girls