Nú er sumarið að líða undir lok og vinnan,skólarnir og íþróttirnar taka við.
Það getur verið flókið að skipuleggja sig fyrirfram og muna eftir öllu, sérstaklega þegar margir eru á heimilinu og allir með sín áhugamál.

Mér finnst best að skrifa niður það sem ég þarf að gera og þarf helst að sjá það oft á dag til að muna eftir því öllu, en þar sem Indía er að byrja á ungbarnaleikskóla og ég í skóla þarf að halda vel utan um allt.
Mig langar því að sýna ykkur ótrúlega sniðugt og stílhreint skipulags dagatal sem ég fékk um daginn þar sem hægt er að skipuleggja vikuna fyrir alla fjölskylduna.

14112076_10157841224370355_592814112_n

Hér er hver fjölskyldumeðlimur með sinn dálk og neðst er hægt að skipuleggja matseðil vikunnar.
Sérstakur töflutúss fylgir með á 400kr. og dagatalið er plastað svo það er ekkert mál að þurrka af.

Dagatölin fást í Rammar og Myndir á Akranesi eða í gegnum facebook hjá Marellu Steinsdóttur sem hannaði dagatalið.
Fullt verð er 2000kr. en þau eru á tilboði í ágúst á aðeins 1000kr.
Dagatölin fást fyrir 5,6 og 7 manns auk svokallaðra dagforeldra plana.
Hægt er að skoða þau betur á facebook síðu Ramma og Mynda HÉR.
vera

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Vera Rúnars
Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.
Alpha girls