Þessi færsla er ekki kostuð og eingöngu ætluð til innblásturs. 

Þar sem að ég er tiltölulega nýflutt í íbúðina mína er mig búið að langa að kaupa inn nýja smáhluti til að hressa aðeins upp á útlitið og gera það meira samræmt, þar sem að í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og hún er frekar rúmgóð. Mér fannst sumir af gömlu smáhlutunum mínum ekki passa alveg inn og ég fór því á stúfana að finna eitthvað fallegt í öll rými. Ég fór bæði í hönnunarbúðir og ódýrari búðir eins og Rúmfatalagerinn og IKEA.

Eitt af því fyrsta sem ég gerði fallegra var baðherbergið, en mér finnst svo mikilvægt að það sé bæði fallegt og kósý.

unnamed-10

Eins og þið sjáið blanda ég þessu mikið saman, enda finnst mér svo gaman að sjá hvað er hægt að komast upp með að eyða litlu í fallegar breytingar. Hér neðan getið þið séð hvar hægt er að fá hlutina á myndunum.

  • Rammi með texta – Fæst í Rúmfatalagernum 
  • Speglabakki – Fæst í Rúmfatalagernum 
  • Kertastjaki – KASTEHELMI/Iittala. Fæst í Epal 
  • Hvít rós – Fæst í Hagkaup 
  • Ilmvatn fyrir hann – La Nuit De L’Homme/ Yves Saint Laurent. Fæst m.a. í völdum verslunum Hagkaups
  • Ilmvatn fyrir hana – Flowerbomb/ Viktor Rolf. Fæst m.a. í völdum verslunum Hagkaups
  • Handáburður – Make a Difference/ Origins. Fæst í Sephora
  • Handsápa – Bath&BodyWorks/Pink Chiffon. Fæst í USA og komuverslun í Fríhöfn

Gunnhildurbirna-

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls