Önnur geggjuð ferð að baki og það var ferð á tónlistahátiðina ROCK WERCHTER!

Þetta byrjaði sem afmælisgjöf frá mér til kærastans þar sem upplifanir eru svo skemmtilegafr gjafir, en á endanum fórum við 13 vinir saman

Hvernig miða?

Við pöntuðum miðana mjög snemma og pöntuðum þá miða sem heita Combitickets en það eru tónleikapassar og miðar inn á tjaldsvæði sem heitir The Hive. Það er tjaldsvæði sem er vaktað, risa partý á hverju kvöldi, matur og drykkur seldur á svæðinu og hægt að hoppa í sturtu og á klósettið. Við sáum það líka að hægt er að kaupa tjöld, stóla og mest allt útileigu dót og þeir eru líka með dælu til þess að blása í dýnur.

Þar sem við vorum svona mörg pöntuðum við okkur svæði sem heitir Myspace og fáum við þá ákveðna fermetra til þess að tjalda á saman og þurfum ekki að vera stressuð með pláss eða að enda á sitthvorum staðnum. Myspace svæðið er líka vaktað sem veitir þér meira öryggi og mun færri sem tjalda þar.

Við vorum öllu við búin þar sem veðurspáin var búin að segja okkur að það myndi rigna alla hátiðina og við fórum með stíigvél, regngalla og slár. Það rættist heldur betur úr verðinu og var æðislegt veður alla dagana nema einn en þá ringdi létt yfir daginn og svo meira yfir nóttina.

Lineup.is gaf mér nokkra pakka af glimmeri sem ég skreiti andlitið með alla dagana !

Við héldum að allt myndi vera í drullu og ógeði en þeir sem eru með þessa hátið voru snöggir að redda málunum. Þeir settu palla yfir göngustíga sem voru orðnir að drullusvaði og svo kom stór bill sem ryksugaði mest alla bleituna og pollana á svæðinu svo það var ekki hægt að finna fyrir því.

Rock Werchter er æðisleg hátið með fjölbreyttri tónlist og aldurinn er um tvítugt og upp úr. Ég sá enga öfurölvun, slagsmál eða einhvað sem heitir vesen. Allir voru komnir til þess að njóta lífins og hlusta á góða tónlist.

Lineup

Ég sá meðal annars : Prophets Of Rage, Royal Blood, Imagine Dragons, James Blake, Radiohead, Jimmy Eat World, Blink 182, System of a Down, Linkin Park, Alt-J, The Lumineers, Foo Fighters, The Kills, Rea Sremmurd, Lorde, Arcade Fire, Kings of Leon, Future Island, White Lies, Birdy og G-Eazy.

Klikkuð og ótrúlega skemmtileg ferð. Þetta er í annað skiptið sem ég fer og það er alveg bókað mál að ég fari aftur á tónlistarhátið.

Þeir selja miða sem gilda til þess að kaupa mat og drykki. Hægt er að kaupa þá fyrirfram á netinu og svo líka á svæðinu. Ég og kærastinn voru með miða saman og notuðum sirka 220 miða fyrir miðvikudag til mánudags. Bjórinn kostaði 1 miða, kokteilar 3 og matur var 1 til 6 miðar. Hægt var að fá pizzu, asískan mat, mexikóskan, ávexti, vegan, boost, vöfflur, vefjur nefndu það. Maður finnur alltaf einhvað sem hentar sér. Þeir eru líka með rauðvín, hvítvín og rósavín.

Einnig er endurvinnsla á staðnum sem mér finnst tær snild og hjálpar til að halda svæðinu hreinu en það virkar þannig að þú týnir glös og færð drykkjamiða í staðinn. 20 glös= 1 drykkur.

Ferðalagið

Ef þú ert að hugsa um að skella þér á tónlistarhátið þá er Rock Werchter einhvað sem þú ættir að skoða.
Við flugum til og frá Amsterdam, það var ódýrara en að fluga til Brussel á þeim tima sem við vorum að plana allt. Við tókum lest frá Amsterdam til Brussel og þaðan fengum við fría lest til Leuven og svo er rúta frá Leuven á Rock Werchter.

Lifið er núna!

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls