Oslo á alltaf stóran stað í hjartanu mínu og þó ég hafi aðeins búið þar í þrjú ár, þá finnst mér ég alltaf vera komin heim þegar ég fer þangað.

Eins og ég nefndi um daginn þá tek ég reglulega upp flutnings umræðuna við Bjarka og yfirleitt er Oslo þar efst á lista. Því gerist það af og til að ég fletti í gegnum norska fasteignavefi og læt mig dreyma um að flytja þangað aftur. Þetta eru þó sjaldnast raunhæfar fasteignir sem ég hef verið að skoða, en í Oslo er að finna margar af fallegusu villum sem ég hef séð.

Draumaíbúð í Oslo

En þessi íbúið sem er í miðbæ Oslo náði að fanga athygli mína. Íbúðin er um 63 fermetrar og er á þaki gamla pósthússins með frábært útsýni. Ótrúlega falleg og björt íbúð á frábærum stað! Ég er sjálf ekkert alltof dugleg að leika mér með liti þegar kemur að heimilinu en ég elska að skoða myndir af fallegum heimilum með mismunandi stíl.


Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.

Alpha girls