Ég verð að segja ykkur frá einu besta kvöldi sem ég hef upplifað. Ég og maðurinn minn fórum til Kaupmannahafnar á árshátíð með vinnunni minni fyrir nokkrum dögum síðan og það var algjörlega frábært. Við ákváðum að nýta ferðina og lengdum um tvo daga og bókuðum borð á veitingastað sem okkur hefur lengi langað að borða á. Maðurinn minn eins og ég hef sagt hér áður er matreiðslumaður og er góður matur líklega okkar stærsta sameiginlega áhugamál.

Ég og Garðar eigum afmæli með stuttu millibili í apríl og maí og ákváðum að gefa hvort öðru þessa upplifun þar sem það kostar nokkrar krónur að fara á svona stað. Mikið sé ég innilega ekki eftir að hafa eitt pening í þetta! Þetta var tryllt upplifun og maturinn? Ég á eiginlega ekki til orð yfir hann og það sama má segja um vínin.

Staðurinn heitir Mielcke & Hurtigkarl og er staðsettur í Frederiksberg have sem er gullfallegur garður í Kaupmannahöfn. Staðurinn tekur ekki marga í sæti og manni líður eins og maður eigi staðinn, þjónana og matreiðslumennina. Við ákváðum að fara í allann pakkann sem inniheldur stærsta matseðilinn, vínpakkann og auka kavíar rétt en þetta kostaði okkur allt í allt 85.000 krónur sem er jú mikill peningur en eins og ég segi þá var þetta eitthvað sem okkur hefur langað að leyfa okkur lengi og kom í stað afmælisgjafa til hvors annars.

Ég hugsa að ég leyfi svo bara myndunum og tala en fyrsta myndin er af matseðlinum sem við fengum og svo koma myndir af réttunum í réttri röð eftir honum.

Í lokin er svo mynd af Garðari í garðinum fyrir utan Mielcke & Hurtigkarl og selfie af okkur hjónunum sáttum og sælum eftir bestu máltíð í heimi.

Ég reyni að vera nokkuð virka á Instagram svo endilega fylgið mér þar: asdis89

Ásdís Gunnars
Ásdís Gunnars er förðunarfræðingur, klæðskeri, eiginkona, hundaeigandi og móðir sem hefur mikinn áhuga á öllu fyrir heimilið og að hafa fallegt í kringum sig.
Alpha girls