Núna á dögunum, fann ég skemmtilegt merki út frá Instgram rápi. Barbas & Zacari er netverslun sem er staðsett í Ástralíu sem sérhæfa sig í sólgleraugum og úrum.

Ég komst einnig að því að hjá Barbas & Zacari renna 5 dollarar af hverju seldur úri til Ástralska krabbameinsfélagsins. Ég hef sjálf alltaf reynt að leggja mitt að mörkum þegar um gott málefni er að ræða sama hvaða málefni það er; íslenskt eður ei.

Núna gætu einhverjir verið að spá í afhverju ég væri að segja frá málefni sem er alla leið í Ástralíu af öllum stöðum. Ég bjó úti í Ástralíu þegar ég var 17 ára og á marga vini enn þar og frábærar minningar þaðan. Mér datt því í hug að sýna ykkur þetta merki aðeins nánar.

Hér er smá af óskalistanum mínum af síðunni.

Silfur úrið er efst á óskalistanum mínum. Ég man eftir að fá úr í femingargjöf með eins ól og fannst það hræðilegt! Gaman að sjá hvað maður getur fullorðnast og einnig hvað persónulegi stíllinn hjá manni breytist með.

Ég var svo lánsöm að fá afsláttarkóða fyrir ykkur öll sem veitir 20%afslátt af allri síðunni hjá Barbas & Zacari. Kóðinn er IDUNNOJONASAR (hef ekki hugmynd um afhverju það er extra O, líklega innsláttarvilla hjá þeim úti).

Iðunn Jónasar
Iðunn Jónasar er 28ára förðunarmeistari og mikill fagurkeri. Þið eruð líklegust til að finna Iðunni úti að hjóla, nálægt förðunarvörum eða að skoða allt koparlitað.
Alpha girls