Tracey Sutter hefur um árabil verið einn af vinsælustu naglafræðingunum úti í heimi. Hún hefur átt langan og áhrifaríkan feril innan tísku-og fegurðarbransans en hefur þó ekki látið það stíga sér til höfuðs. Hún er einstaklega viðkunnanleg, hlýleg og með góðan og beittan húmor.
Tracey hefur meðal annars gert neglur fyrir Clinique, Vogue, Marie Claire, Harper’s Bazaar, fyrir verðlaunaafhendingar og stórstjörnur eins og Blake Lively, Hillary Swank ásamt mörgum fleirum.
Tracey-Sutter-Head-Shot-IMG-2006-3
Á dögunum gafst mér kostur á að taka viðtal við Tracey fyrir síðuna og varð strax mjög spennt. Í viðtalinu gefur hún okkur innsýn inn í starf sitt sem naglafræðingur og bransann í heild.

p
p (2)
Það er óhætt að fullyrða að þú sért með tilkomumikinn feril í tískubransanum, auk þess að vera vinsæll naglafræðingur fyrir stórstjörnurnar. Hvernig byrjaði þetta allt saman og hvenær? 
Já, það er óhætt að segja að það sé tilfellið. Þetta byrjaði eiginlega allt á mínútunni sem ég fékk skírteinið mitt sem naglafræðingur. Ég hef alltaf séð um frægt fólk. Á yngri árum var ég nátengd inn í tónlistarbransann en þá voru margar konur og mæður frægra tónlistarmanna kúnnarnir mínir. Ein af þeim var Lula Mar Hardaway (móðir Stevie Wonder) og nokkrar aðrar sem ég efast um að fólk muni eftir þó þær hafi verið frægar hér áður fyrr, haha.
p (11)
p (21)
En stór hluti stöðunnar sem ég er í núna ásamt samstarfi mínu við stórstjörnurnar byrjaði á síðari hluta 10.áratugarins með einu símtali. Í kjölfarið af því fór ég í viðtal við stærstu umboðsskrifstofuna sem þá var til; Cloutier. Innan nokkurra daga var ég komin í myndatöku og byggði upp stóra og tilkomumikla portfolio innan sex mánaða. Þá var ég komin á skrið. Ég reyndi að vinna bæði á stofu og sjálfstætt starfandi en ef ég þurfti að neita í byrjun, þá fékk einhver annar verkefnið. Svo ég neitaði engu. Þegar árið 2005 gekk í garð var ég komin með mörg föst verkefni og einkakúnna sem neituðu að fara annað.
p (15)
p (13)
Getur þú lýst dæmigerðum vinnudegi hjá þér? 
Hinn týpíski vinnudagur er mismunandi þar sem að það fer alltaf eftir því hvað ég er að vinna við hverju sinni, eins og myndatökur, kvikmyndir, sjónvarpsþættir eða einkatímar. En í öllum tilfellum kynnum við okkur við komu og fáum að vita til hvers er ætlast af okkur eða hvað útlitið felur í sér. Það þýðir: Hárgreiðsla, förðun og síðan litur á nöglum. Við vinnum sem ein heild og allir eru á sama tíma að vinna að því að skapa útlitið sem er verið að sækjast eftir. Tíminn er dýrmætur svo að við drífum okkur af stað. Þetta virðist heillandi, en þetta er krefjandi og lítið pláss er fyrir þá sem taka þátt í verkefninu. Við þurfum því að finna skipulag sem hentar öllum.
p (18)
p (16)
Hver eru uppáhalds merkin þín og vörur sem þú notar á kúnnana þína?
Uppáhalds merkin mín eru:
Maxus base/topcoat
Essie
OPI
Londontown
Chanel 
Og kannski nokkur í viðbót.
p (4)
p (5)
p (6)
Hvert er næsta verkefni hjá þér?
Það sem ég er búin að plana næst er að byrja með mína eigin naglalakkalínu. Ég hef verið að tala um það lengi og það er kominn tími til.
p (17)
p (3)
Hver myndirðu segja að væri besti hlutinn við að hanna þína eigin línu? 
Besti parturinn við þetta verkefni er held ég að það verður eingöngu mitt.
Ah, og að nefna öll naglalökkin mín. Ég held að það sé mest spennandi.
p (8)
p (1)

Starfið þitt hlýtur að vera mjög athyglisvert. Hvað finnst þér vera það sem stendur upp úr? 

Starfið mitt og bransinn sem ég er í er mjög spennandi. Besti hlutinn er að ég er á nýjum stað í nánast hvert skipti sem ég vinn. Að hitta nýtt fólk og skapa ný tengsl.

p (12)

 

Þegar þú lítur aftur, eru einhver verkefni eða kúnnar sem hafa verið í uppáhaldi?
Ég var mjög spennt með að vera naglafræðingur fyrir frumraun Tom Ford sem leikstjóri fyrir sjö árum. Síðar var ég yfir-naglamanneskja fyrir væntanlega kvikmynd hans; Nocturnal Animals. Ég er þó ekki viss um hvenær hún kemur út. Í fullri hreinskilni sagt hef ég átt mikið af spennandi reynslum í starfi mínu.
p (22)
p (24)
Hvað með það sem er í minnstu uppáhaldi? 
Minnst uppáhalds verkefnið mitt var myndataka fyrir tímarit, þar sem að ég var eina naglamanneskjan meðal þriggja sem sáu um hár og þriggja sem sáu um förðun. Og ég átti að gera neglurnar á 18 manns einsömul. Það var mjög erfiður dagur fyrir mig en ég hafði það af, haha.
p (14)
p (7)
Hvaða ráð myndirðu gefa einhverjum sem er að stíga sín fyrstu skref í þessum bransa? 
Mitt ráð til þeirra sem eru að byrja í þessum bransa, ekki endilega í mínu starfi en í fegurðarbransanum í heild sinni: Þetta er gaman, mjög skapandi og þú getur lifað vel á þessu. Mitt svið hefur að vísu orðið mjög mettað síðan samfélagsmiðlar ljóstruðu upp um okkar (einu sinni) mjög litla sess. En hey, lífið heldur áfram. Hreinskilnislega myndi ég segja að ef þetta er það sem þú átt að gera, þá muntu gera það. Hæfileikar þínir munu tala fyrir þig.

 

p (10)

p (9)


 

Persónulega hlakka ég mikið til að sjá hvað Tracey gerir í framtíðinni og þá sérstaklega naglalakkalínuna hennar!

Þið getið fylgst með Tracey á Instagram HÉR, Facebook HÉR og skoðað portfolio hjá henni HÉR. 

Gunnhildurbirna-

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig verslunarstjóri í Nola, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta, hundamamma og gestakennari í MOOD Make Up School. Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Alpha girls