Ég er í fjarþjálfun hjá henni Pálinu sem er með True Viking Fitness og hef verið hjá henni núna í um ár.

Ég er ótrúlega ánægð með þjálfunina og hefur hún hjálpað mér að bæta mataræðið, tileinka mér heilbrigðari lífstíl og hefur hjálpað mér að komast í betra form. Við ætlum að gera okkar besta og ná sem lengst.

Ég fæ nýtt lyftingar- og matarprógram einu sinni í mánuði og það er alltaf einhvað spennandi og skemmtilegt á nýju plönunum. Við vinnum okkur saman með hvernig gengur og hverju við viljum ná eða bæta.

Núna er komið nýtt plan sem ég hef verið að nota í um 2 vikur og er eitt sem ég bara verð að deila með ykkur en það er morgunmaturinn minn. Ég fæ að velja af tveimur. Annað er rosalega gott boost og hitt er bláberja prótein pönnsurnar sem hafa náð mér!

Ég set allt saman nema próteinið í blandara (nota nutribullet). Próteinið fer síðast og allt blandað saman.
Hitið pönnu með smá kókosolíu og fylgist með svo pönnukakan verði ekki brennd.

Uppskriftinn mín er fyrir einn. Hægt er að gera fyrir fleiri og jafnvel hægt að breyta til eins og sleppa próteininu ef þið eruð að gefa kökkunum ykkar, hægt er að setja vaniludropa í staðin eða stefíu.

Bláberja prótein pönnsur:

30gr hafrar
30gr bláber (frosin)
1 egg
3 eggahvítur
1 skeið Ispure Protein (fæst í Perform.is)

Komið á disk, teið komið í glas og núna er að njóta.

Verði ykkur að góðu!

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa

Alpha girls